Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 13:58 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Tollarnir hefðu tekið gildi á morgun og áttu að gilda í 200 daga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að yfirvöld hafi fengið þessa frestun í gegn með virkri hagsmunagæslu og góðu samtali við Evrópusambandið. „Nú fáum við kærkomið svigrúm til að halda áfram að tala fyrir íslenskum hagsmunum og benda Evrópusambandinu á að við erum mikilvægur hluti af markaðnum. Þetta er samevrópskt verkefni, það eru ekki íslenskar eða norskar vörur sem trufla markaðinn,“ segir Þorgerður. Hún hafi talað við Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, í síðustu viku, og hún sé í góðu sambandi við hann sem og norska utanríkisráðherrann. Þorgerður mun eiga tvíhliða fund með Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, á næstu dögum þar sem farið verður yfir ýmis málefni, þar á meðal hvernig hægt verður að gera frestun tollanna varanlega. „Þessu var frestað um óákveðinn tíma, en þetta verða einhverjar vikur, þrír mánuðir í mesta lagi. Aðalatriðið er að við erum að fá þetta svigrúm sem við þurftum til að halda áfram að tala fyrir okkur og okkar sjónarmiðum,“ segir Þorgerður Katrín. Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Lagaprófessor segir enn margt á huldu um verndartolla sem ESB hyggst beita á kísiljárn frá Noregi og Íslandi. Vel kunni að vera að málið endi fyrir gerðardómi. 31. júlí 2025 12:32 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. 8. ágúst 2025 11:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að yfirvöld hafi fengið þessa frestun í gegn með virkri hagsmunagæslu og góðu samtali við Evrópusambandið. „Nú fáum við kærkomið svigrúm til að halda áfram að tala fyrir íslenskum hagsmunum og benda Evrópusambandinu á að við erum mikilvægur hluti af markaðnum. Þetta er samevrópskt verkefni, það eru ekki íslenskar eða norskar vörur sem trufla markaðinn,“ segir Þorgerður. Hún hafi talað við Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, í síðustu viku, og hún sé í góðu sambandi við hann sem og norska utanríkisráðherrann. Þorgerður mun eiga tvíhliða fund með Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, á næstu dögum þar sem farið verður yfir ýmis málefni, þar á meðal hvernig hægt verður að gera frestun tollanna varanlega. „Þessu var frestað um óákveðinn tíma, en þetta verða einhverjar vikur, þrír mánuðir í mesta lagi. Aðalatriðið er að við erum að fá þetta svigrúm sem við þurftum til að halda áfram að tala fyrir okkur og okkar sjónarmiðum,“ segir Þorgerður Katrín.
Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Lagaprófessor segir enn margt á huldu um verndartolla sem ESB hyggst beita á kísiljárn frá Noregi og Íslandi. Vel kunni að vera að málið endi fyrir gerðardómi. 31. júlí 2025 12:32 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. 8. ágúst 2025 11:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Lagaprófessor segir enn margt á huldu um verndartolla sem ESB hyggst beita á kísiljárn frá Noregi og Íslandi. Vel kunni að vera að málið endi fyrir gerðardómi. 31. júlí 2025 12:32
Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17
Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. 8. ágúst 2025 11:31