Ákærður fyrir fjórar nauðganir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 12:59 Høiby er stjúpsonur Hákonar, norska krónprinsins. EPA Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. Sturla Henriksbø saksóknari í Noregi greindi frá efni ákærunnar á blaðamannafundi í Osló í dag, en hann segir að málið sé umfangsmikið og alvarlegt. „Þetta mál er alvarlegt. Nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi eru alvarlegir glæpir sem geta skilið eftir sig stór sár og eyðilagt líf fólks,“ sagði Henriksbø. Maríus er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn annarri fyrrverandi kærustu. Morðhótanir og svefnnauðgun Allar hinar meintu nauðganir eru skilgreindar sem svokallaðar svefnnauðganir í ákæru saksóknara. Maríus er einnig ákærður fyrir morðhótanir, líkamsárás gegn opinberum starfsmanni og brotum gegn umferðarlögum. „Sú staðreynd að Maríus sé hluti af konungsfjölskyldunni á að sjálfsögðu ekki að hafa þau áhrif að hann fái sérmeðferð hjá okkur, hvorki harðari eða mýkri,“ sagði Henriksbø á fundinum. Gert er ráð fyrir því að mál Maríusar fari fyrir dóm í miðjum janúar, og að málsmeðferð muni taka um sex vikur. Meðal þess sem Maríus Borg Høiby hefur verið ákærður fyrir er eftirfarandi: Nauðgun með samræði Tvær nauðganir án samræðis Fjögur tilfelli af kynferðislegu áreiti eða öðru kynferðisofbeldi Eitt tilfelli af ofbeldi í nánu sambandi Tvær líkamsárásir Eitt skemmdarverk Ein morðhótun Fimm brot gegn nálgunarbanni Áreiti gegn lögreglumanni Fimm brot gegn umferðarlögum Neitar sök Norsk lögregluyfirvöld segja að Høiby hafi að mestu leyti verið samstarfsfús á meðan rannsókn hefur staðið yfir, en hann neitar sök í öllum helstu ákæruliðunum. „Hann neitar sök í þessum stóru atriðum. Til dæmis þessum ásökunum um svokallaðar svefnnauðganir, hann hafnar því algjörlega,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Maríusar. Noregur Erlend sakamál Kóngafólk Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Sturla Henriksbø saksóknari í Noregi greindi frá efni ákærunnar á blaðamannafundi í Osló í dag, en hann segir að málið sé umfangsmikið og alvarlegt. „Þetta mál er alvarlegt. Nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi eru alvarlegir glæpir sem geta skilið eftir sig stór sár og eyðilagt líf fólks,“ sagði Henriksbø. Maríus er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn annarri fyrrverandi kærustu. Morðhótanir og svefnnauðgun Allar hinar meintu nauðganir eru skilgreindar sem svokallaðar svefnnauðganir í ákæru saksóknara. Maríus er einnig ákærður fyrir morðhótanir, líkamsárás gegn opinberum starfsmanni og brotum gegn umferðarlögum. „Sú staðreynd að Maríus sé hluti af konungsfjölskyldunni á að sjálfsögðu ekki að hafa þau áhrif að hann fái sérmeðferð hjá okkur, hvorki harðari eða mýkri,“ sagði Henriksbø á fundinum. Gert er ráð fyrir því að mál Maríusar fari fyrir dóm í miðjum janúar, og að málsmeðferð muni taka um sex vikur. Meðal þess sem Maríus Borg Høiby hefur verið ákærður fyrir er eftirfarandi: Nauðgun með samræði Tvær nauðganir án samræðis Fjögur tilfelli af kynferðislegu áreiti eða öðru kynferðisofbeldi Eitt tilfelli af ofbeldi í nánu sambandi Tvær líkamsárásir Eitt skemmdarverk Ein morðhótun Fimm brot gegn nálgunarbanni Áreiti gegn lögreglumanni Fimm brot gegn umferðarlögum Neitar sök Norsk lögregluyfirvöld segja að Høiby hafi að mestu leyti verið samstarfsfús á meðan rannsókn hefur staðið yfir, en hann neitar sök í öllum helstu ákæruliðunum. „Hann neitar sök í þessum stóru atriðum. Til dæmis þessum ásökunum um svokallaðar svefnnauðganir, hann hafnar því algjörlega,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Maríusar.
Noregur Erlend sakamál Kóngafólk Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira