Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2025 11:19 Rodrigo Paz bætti verulega við sig fylgi í aðdraganda kosninganna og fékk flest atkvæði. Hann kallaði í gær etir miklum breytingum í Bólivíu. AP/Freddy Barragan Útlit er fyrir að kjósendur í Bólivíu muni í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár ekki kjósa vinstri sinnaðan forseta úr röðum Sósíalista. Forsetakosningar voru haldnar þar í gær en halda þarf aðra umferð þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta. Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá. Bólivía Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá.
Bólivía Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira