„Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Eberechi Eze er enn leikmaður Crystal Palace en félagaskiptaglugginn er opinn til mánaðamóta. Getty/Justin Setterfield Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hvatti stuðningsmenn liðsins til að hafa í huga að ekki væri alltaf allt satt og rétt sem skrifað væri á fréttasíðum um leikmenn. Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira