Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 15:44 Foreldrar barna á Múlaborg hafa verið boðaðir á fund á morgun. Vísir/Anton Brink Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. Hrund Þórisdóttir verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að flýta fjórum upplýsingafundum, sem boðaðir voru á mánudag, og fara þeir fram á morgun. Það er gert að beiðni foreldra um að flýta fundinum. Foreldrum barna í leikskólanum verður skipt niður í fjóra hópa. Áfram verði unnið mjög ítarlega að því að upplýsa þá um stöðu mála í samráði við lögreglu og barnavernd. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir í samtali við fréttstofu að á fundinum verði starfsfólk Múlaborgar, fulltrúar skóla- og frístundasviðs, lögregla, barnavernd, starfsmenn Barnahúss og starfsfólk velferðarsviðs. Jafnframt fá foreldrar barna sem eru útskrifaðir af leikskólanum að sækja fund. Fyrstu fundir fara fram í fyrramálið og gert er ráð fyrir að þeir standi fram eftir degi. Greint var frá því í gær að leikskólastarfsmaður á Múlaborg hafi verið handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald daginn eftir vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á barni á leikskólanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað brotið. Barnið hafði sjálft leitað til foreldra sinna á þriðjudag, sem gerðu lögreglu viðvart. Til rannsóknar er hvort brotin hafi verið nokkur, hvort brotið hafi verið á fleiri börnum og hvort hluti brotanna sé rafrænn. Fréttin var uppfærð með ítarlegri upplýsingum klukkan 18:06. Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Hrund Þórisdóttir verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að flýta fjórum upplýsingafundum, sem boðaðir voru á mánudag, og fara þeir fram á morgun. Það er gert að beiðni foreldra um að flýta fundinum. Foreldrum barna í leikskólanum verður skipt niður í fjóra hópa. Áfram verði unnið mjög ítarlega að því að upplýsa þá um stöðu mála í samráði við lögreglu og barnavernd. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir í samtali við fréttstofu að á fundinum verði starfsfólk Múlaborgar, fulltrúar skóla- og frístundasviðs, lögregla, barnavernd, starfsmenn Barnahúss og starfsfólk velferðarsviðs. Jafnframt fá foreldrar barna sem eru útskrifaðir af leikskólanum að sækja fund. Fyrstu fundir fara fram í fyrramálið og gert er ráð fyrir að þeir standi fram eftir degi. Greint var frá því í gær að leikskólastarfsmaður á Múlaborg hafi verið handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald daginn eftir vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á barni á leikskólanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað brotið. Barnið hafði sjálft leitað til foreldra sinna á þriðjudag, sem gerðu lögreglu viðvart. Til rannsóknar er hvort brotin hafi verið nokkur, hvort brotið hafi verið á fleiri börnum og hvort hluti brotanna sé rafrænn. Fréttin var uppfærð með ítarlegri upplýsingum klukkan 18:06.
Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45
„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40
Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25