Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 11:08 Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir að sér hafi verið brugðið þegar hann sá myndband af leigubílstjóra rífast við ferðamenn. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. „Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“ Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“
Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira