„Maður er búinn að vera á nálum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 12:03 Arnar Jónmundsson, framleiðandi enska boltans á Sýn Sport. Vísir/VPE Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið. Ljóst varð snemmárs að enski boltinn, af mörgum talin þjóðaríþrótt Íslendinga, yrði sýndur á Sýn Sport eftir þónokkura ára fjarveru hans af stöðinni. Um er að ræða dýrasta sjónvarpsrétt landsins og miklar kröfur sem fylgja umfjöllun að utan. Því þarf að vanda til verka, líkt og Arnar Jónmundsson, yfirframleiðandi verkefnisins hefur kynnst. „Stórt verkefni, margt fram undan og margt búið að gerast síðustu mánuði. Við byrjum stóra undirbúninginn í mars/apríl. Maður er búinn að vera á nálum,“ segir Arnar í Sportpakkanum á Sýn. „Mjög mikil vinna. Ein mesta vinnan hefur farið í að gera þetta nýja stúdíó. Að reyna að breyta ásýnd okkar, hvernig við sýnum okkar þætti, að stækka okkur og þetta er hluti af því.“ Mikið verður lagt í þáttagerð í kringum boltann, sem hófst með upphitunarþætti fyrir tímabilið í gær. Fyrsta umferðin hefst svo í kvöld með leik Liverpool og Bournemouth en umferðin verður gerð upp í Sunnudagsmessunni í helgarlok. Auk Messunnar verða VARsjáin, Big Ben með Gumma Ben og Doc Zone með Hjörvari Hafliðasyni á dagskrá. „Ég er spenntastur fyrir Doc Zone og það eru það allir. Við sjáum hvernig fólk er að horfa á íþróttir og hvernig það breytist. Við sjáum þetta gerast í NFL, hvernig er horft í Red Zone þar. Fólk vill horfa á allt á sama tíma og vera líka í umræðunni,“ segir Arnar. Taugarnar eru þá ekki minni hjá pródúsentum fyrir stórar útsendingar líkt og hjá fótboltamönnum fyrir stóra leiki. „Algjörlega. Taugarnar eru þandar. Ég er með fyrirtæki á bakinu,“ segir Arnar léttur. „Það mikilvægasta í þessu er að vinna sem heild, við vinnum líka sem fótboltalið. Ef allir eru að gera sitt, allir eru á tánum, allir vinir og vinna saman þá verður þetta bara flott.“ Enski boltinn fer af stað í kvöld þegar Liverpool og Bournemouth mætast klukkan 19:00. Arnar mun stýra útsendingu í kringum leikinn en upphitun hefst klukkan 18:30 á Sýn Sport. Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Ljóst varð snemmárs að enski boltinn, af mörgum talin þjóðaríþrótt Íslendinga, yrði sýndur á Sýn Sport eftir þónokkura ára fjarveru hans af stöðinni. Um er að ræða dýrasta sjónvarpsrétt landsins og miklar kröfur sem fylgja umfjöllun að utan. Því þarf að vanda til verka, líkt og Arnar Jónmundsson, yfirframleiðandi verkefnisins hefur kynnst. „Stórt verkefni, margt fram undan og margt búið að gerast síðustu mánuði. Við byrjum stóra undirbúninginn í mars/apríl. Maður er búinn að vera á nálum,“ segir Arnar í Sportpakkanum á Sýn. „Mjög mikil vinna. Ein mesta vinnan hefur farið í að gera þetta nýja stúdíó. Að reyna að breyta ásýnd okkar, hvernig við sýnum okkar þætti, að stækka okkur og þetta er hluti af því.“ Mikið verður lagt í þáttagerð í kringum boltann, sem hófst með upphitunarþætti fyrir tímabilið í gær. Fyrsta umferðin hefst svo í kvöld með leik Liverpool og Bournemouth en umferðin verður gerð upp í Sunnudagsmessunni í helgarlok. Auk Messunnar verða VARsjáin, Big Ben með Gumma Ben og Doc Zone með Hjörvari Hafliðasyni á dagskrá. „Ég er spenntastur fyrir Doc Zone og það eru það allir. Við sjáum hvernig fólk er að horfa á íþróttir og hvernig það breytist. Við sjáum þetta gerast í NFL, hvernig er horft í Red Zone þar. Fólk vill horfa á allt á sama tíma og vera líka í umræðunni,“ segir Arnar. Taugarnar eru þá ekki minni hjá pródúsentum fyrir stórar útsendingar líkt og hjá fótboltamönnum fyrir stóra leiki. „Algjörlega. Taugarnar eru þandar. Ég er með fyrirtæki á bakinu,“ segir Arnar léttur. „Það mikilvægasta í þessu er að vinna sem heild, við vinnum líka sem fótboltalið. Ef allir eru að gera sitt, allir eru á tánum, allir vinir og vinna saman þá verður þetta bara flott.“ Enski boltinn fer af stað í kvöld þegar Liverpool og Bournemouth mætast klukkan 19:00. Arnar mun stýra útsendingu í kringum leikinn en upphitun hefst klukkan 18:30 á Sýn Sport.
Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira