Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Jón Þór Stefánsson skrifar 14. ágúst 2025 17:00 Maðurinn sagðist hafa tekið ýmsar krókaleiðir um Hafnarfjörð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira