Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 12:11 Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi árið 2023. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“ Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50