Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 20:49 Tundurspillirinn USS Higgins nærri Scarborough-rifi í Suður-Kínahafi. AP/Strandgæsla Filippseyja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Tundurspillinum USS Higgins og herskipinu USS Cincinnati var siglt að Scarborough rifi í dag en þeim var fylgt eftir af kínversku herskipi, en þó í um þrjátíu sjómílna fjarlægð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Kínverjar hafa sett einhliða takmarkanir á siglingar um svæðið og krefjast þess einnig að þeir sem sigla eða fljúga um svæðið tilkynni það. Bandaríkjamenn hafa um árabil siglt herskipum og flogið flugvélum um svæðið, í trássi við ólöglegt tilkall Kínverja og mótmæli þeirra, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsar siglingar. Sjá einnig: Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Þá hafa Bandaríkin og Filippseyjar verið bandalagsríki um árabil og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa oft varað við því að þeir myndu koma Filippseyingum til aðstoðar ef ráðist yrði á þá. Hvort sem það væri á landi eða á Suður-Kínahafi. Filippseyingar flugu í dag eftirlitsflugvél yfir Scarborough-rif, með blaðamenn um borð. Kínverskri herþotu var þá flogið í um 150 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvélinni og var ætlunin að þvinga flugvélina á brott. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Ráðamenn á Filippseyjum segja þetta hafa gengið á í um tuttugu mínútur. Chinese fighter jet intercepts Philippine Coast Guard aircraft near Bajo de Masinloc, days after Chinese vessels collided in the area.pic.twitter.com/Of8xOWiHo6— Clash Report (@clashreport) August 13, 2025 Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Filippseyjar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Tundurspillinum USS Higgins og herskipinu USS Cincinnati var siglt að Scarborough rifi í dag en þeim var fylgt eftir af kínversku herskipi, en þó í um þrjátíu sjómílna fjarlægð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Kínverjar hafa sett einhliða takmarkanir á siglingar um svæðið og krefjast þess einnig að þeir sem sigla eða fljúga um svæðið tilkynni það. Bandaríkjamenn hafa um árabil siglt herskipum og flogið flugvélum um svæðið, í trássi við ólöglegt tilkall Kínverja og mótmæli þeirra, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsar siglingar. Sjá einnig: Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Þá hafa Bandaríkin og Filippseyjar verið bandalagsríki um árabil og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa oft varað við því að þeir myndu koma Filippseyingum til aðstoðar ef ráðist yrði á þá. Hvort sem það væri á landi eða á Suður-Kínahafi. Filippseyingar flugu í dag eftirlitsflugvél yfir Scarborough-rif, með blaðamenn um borð. Kínverskri herþotu var þá flogið í um 150 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvélinni og var ætlunin að þvinga flugvélina á brott. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Ráðamenn á Filippseyjum segja þetta hafa gengið á í um tuttugu mínútur. Chinese fighter jet intercepts Philippine Coast Guard aircraft near Bajo de Masinloc, days after Chinese vessels collided in the area.pic.twitter.com/Of8xOWiHo6— Clash Report (@clashreport) August 13, 2025
Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Filippseyjar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira