Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2025 07:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. Glæstur 3-0 sigur Víkinga hér heima í fyrri leik liðanna setur þá í góða stöðu en þeir geta ekki leyft sér að mæta rólegir í leik kvöldsins þar sem sæti í næstu umferð er í boði keppninnar er í boði. „Ég er bara mjög spenntur fyrir seinni leiknum, þetta verður hörku leikur og vissulega náðum við í gott veganesti með frammistöðunni og úrslitunum í fyrri leiknum,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. „Maður bjóst kannski alveg við þessum tölum komandi inn í seinni leikinn en við unnum svo sannarlega fyrir því með frábærri frammistöðu. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið, við gerum okkur alveg grein fyrir því. Bröndby er hörku öflugt lið og eru að fara spila á sínum heimavelli með stuðningi sinna manna.“ Víkingar geti ekki komið inn í leikinn, fallið til baka og múrað fyrir markið. „Reynt að verja eitthvað forskot í níutíu mínútur, það mun bara koma okkur í verri stöðu. Við þurfum að vera djarfir í að spila okkar bolta, halda í hann og reyna særa þá þegar þeir eru búnir að setja mikla pressu og koma hátt upp á okkur.“ „Vonandi hegða þeir sér betur núna“ Það varð uppi fótur og fit eftir fyrri leik liðanna þar sem að svekktir stuðningsmenn Bröndby gengu berserksgangi, ollu tjóni á heimavelli Víkinga og réðust á stuðningsmenn Víkings. Evrópska knattspyrnusambandið hefur þar af leiðandi sett seinni leikinn á hæsta öryggisstig. Sölvi og hans menn halda sér frá öllum þessum málum. „Þetta er í raun ekkert sem við hugsum út í eða komum nálægt. Þetta er ekki í okkar höndum og eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því sem við ætlum að gera inn á vellinum. Allt annað kemur ekki nálægt okkur þannig séð. Sem betur fer erum við með gott fólk sem sinnir þessum hluta. En vissulega er þetta leiðinlegt og á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki, svona hegðun en vonandi hegða þeir sér betur núna og verða með góða stemningu og styðja við bakið á sínum mönnum.“ Sölvi lék á sínum tíma með erkifjendum Bröndby í FC Kaupmannahöfn og varð í tvígang danskur meistari, mikill rígur er á milli félaganna og á Sölvi allt eins von á því að það verði baulað á hann á morgun. „Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu láta í sér heyra. Við spáum bara í okkar leik, hvernig við nálgumst hann og viljum spila.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira
Glæstur 3-0 sigur Víkinga hér heima í fyrri leik liðanna setur þá í góða stöðu en þeir geta ekki leyft sér að mæta rólegir í leik kvöldsins þar sem sæti í næstu umferð er í boði keppninnar er í boði. „Ég er bara mjög spenntur fyrir seinni leiknum, þetta verður hörku leikur og vissulega náðum við í gott veganesti með frammistöðunni og úrslitunum í fyrri leiknum,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. „Maður bjóst kannski alveg við þessum tölum komandi inn í seinni leikinn en við unnum svo sannarlega fyrir því með frábærri frammistöðu. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið, við gerum okkur alveg grein fyrir því. Bröndby er hörku öflugt lið og eru að fara spila á sínum heimavelli með stuðningi sinna manna.“ Víkingar geti ekki komið inn í leikinn, fallið til baka og múrað fyrir markið. „Reynt að verja eitthvað forskot í níutíu mínútur, það mun bara koma okkur í verri stöðu. Við þurfum að vera djarfir í að spila okkar bolta, halda í hann og reyna særa þá þegar þeir eru búnir að setja mikla pressu og koma hátt upp á okkur.“ „Vonandi hegða þeir sér betur núna“ Það varð uppi fótur og fit eftir fyrri leik liðanna þar sem að svekktir stuðningsmenn Bröndby gengu berserksgangi, ollu tjóni á heimavelli Víkinga og réðust á stuðningsmenn Víkings. Evrópska knattspyrnusambandið hefur þar af leiðandi sett seinni leikinn á hæsta öryggisstig. Sölvi og hans menn halda sér frá öllum þessum málum. „Þetta er í raun ekkert sem við hugsum út í eða komum nálægt. Þetta er ekki í okkar höndum og eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því sem við ætlum að gera inn á vellinum. Allt annað kemur ekki nálægt okkur þannig séð. Sem betur fer erum við með gott fólk sem sinnir þessum hluta. En vissulega er þetta leiðinlegt og á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki, svona hegðun en vonandi hegða þeir sér betur núna og verða með góða stemningu og styðja við bakið á sínum mönnum.“ Sölvi lék á sínum tíma með erkifjendum Bröndby í FC Kaupmannahöfn og varð í tvígang danskur meistari, mikill rígur er á milli félaganna og á Sölvi allt eins von á því að það verði baulað á hann á morgun. „Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu láta í sér heyra. Við spáum bara í okkar leik, hvernig við nálgumst hann og viljum spila.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira