Fótbolti

Kol­beinn tryggði stigin þrjú

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbeinn fagnar marki dagsins.
Kolbeinn fagnar marki dagsins. IFK Gautaborg

Kolbeinn Þórðarson, miðjumaður Gautaborgar í efstu deild sænska fótboltans, skoraði sitt sjötta mark á tímabilinu í 1-0 sigri á GAIS.

Kolbeinn var að venju í byrjunarliði Gautaborgar og skoraði það sem reyndist sigurmarkið strax á 12. mínútu leiksins. Hans sjötta mark á tímabilinu í aðeins 16 leikjum. Hann nældi sér svo í gult spjald í síðari hálfleik, hans fjórða á tímabilinu.

Ari Sigurpálsson og Júlíus Magnússon komu báðir inn af varamannabekknum þegar Elfsborg gerði 2-2 jafntefli við Varnamo á heimavelli. Ari kom inn af bekknum á 49. mínútu en Júlíus þegar aðeins tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Eftir sigur dagsins er Gautaborg með 31 stig í 7. sæti að loknum 19 umferðum. Aðeins eru fimm stig í Ara, Júlíus og félaga í Elfsborg sem sitja í 3. sæti með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×