Fótbolti

Jón Daði í hóp hjá Sel­fossi í fyrsta sinn í sumar

Árni Jóhannsson skrifar
Jón Daði samdi við uppeldisfélagið frekar en önnur lið.
Jón Daði samdi við uppeldisfélagið frekar en önnur lið. vísir / sigurjón

Fyrrum landsliðsmaðurinn í fótbolta Jón Daði Böðvarsson er í fyrsta sinn í leikmannahóp Selfoss í Lengjudeildinni í kvöld. Selfoss fer í Reykjanesbæ og etur kappi við Njarðvík í 16. umferð deildarinnar.

Fyrrum landsliðsmaðurinn í fótbolta Jón Daði Böðvarsson er í fyrsta sinn í leikmannahóp Selfoss í Lengjudeildinni í kvöld. Selfoss fer í Reykjanesbæ og etur kappi við Njarðvík í 16. umferð deildarinnar.

Jón Daði samdi við Selfyssinga, sem er uppeldisfélagið hans, fyrsta júlí síðastliðinn. Hann hefur ekki enn náð að spila fyrir liðið þar sem hann hefur átt við meiðsli að glíma. Jón Daði spilaði síðast fyrir Burton Albion í apríl síðastliðnum gegn Wigan Athletic en þá var honum skipt út af í hálfleik.

Selfyssingar hljóta að taka þessum fregnum fagnandi þar sem þeir eru harðri baráttu í neðri helming deildarinnar. Liðið situr í 9. sæti með 11 stig og eru tveimur stigum frá fallsætunum þar sem Fjölnir og Leiknir sitja. Liðið hefur skorað 15 mörk í 15 leikjum og það er því þörf á því að fá mörk úr einhverri átt nú þegar liðið á sjö leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×