Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 16:20 Daniel Munoz og Ismaila Sarr fagna jöfnunarmarki Crystal Palace. EPA/TOLGA AKMEN Bikarmeistarar Crystal Palace unnu í dag Samfélagsskjöldinn eftir sigur á Englandsmeisturum Liverpool eftir vítakeppni á Wembley. Liverpool fékk draumabyrjun í leiknum og komst tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútunum en gat síðan þakkað fyrir að lenda ekki undir eftir að Palace menn jöfnuðu og voru betri í seinni hálfleiknum. Salah slakur Mohamed Salah, sem var mjög slakur í leiknum, skaut langt yfir úr fyrstu vítaspyrnu Liverpool og Dean Henderson varði síðan næstu spyrnu frá Alexis Mac Allister. Liverpool náði sér aldrei í vítakeppninni eftir það. Henderson varði líka frá Harvey Elliott og þrátt fyrir að Alisson Beckar hafi varið eitt víti og annað farið í slá þá var það ekki nóg. Justin Devenny skoraði úr síðustu spyrnu Palace manna og tryggði sínu liði Samfélagsskjöldinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Crystal Palace vinnur Samfélagsskjöldinn. Liverpool spilaði ágætlega framan af leik en seinni hálfleikurinn var slakur. Palace menn ógnuðu Liverpool allan leikinn og gat alveg eins verið búið að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Draumabyrjun Ekitike Hugo Ekitike átti algjöra draumabyrjun í fyrsta keppnisleiknum sínum með Liverpool því hann var búinn að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Ekitike skoraði þá með laglegu skoti frá vítateigslínunni eftir tvöfalt þríhyrningsspil við Florian Wirtz. Crystal Palace jafnaði þrettán mínútum síðar. Ismaila Sarr fiskaði víti á Virgil van Dijk og Jean-Philippe Mateta skoraði af öryggi úr vítinu. Örskömmu áður hafði Mateta sloppið einn í gegn en Alisson Becker bjargaði vel. Boltinn lá hins vegar í markinu stuttu síðar. Það voru fleiri nýliðar á skotskónum hjá Liverpool því Jeremie Frimpong kom liðinu aftur yfir á 21. mínútu. Flestir héldu að Frimpong væru að gefa fyrir og kannski hann sjálfur líka. Boltinn sveif aftur á móti í laglegum boga yfir Dean Henderson í marki Crystal Palace og datt niður í fjærhornið. Þrjú mörk eftir rúmar tuttugu mínútur en svo var bið eftir því næsta. Sarr áftam Liverpool erfiður Það kom á 77. mínútu. Ismaila Sarr slapp þá í gegnum Liverpool vörnina og skoraði með skoti í stöngina og inn. Fékk laglega stungusendingu frá Adam Wharton sem hafði unnið boltann á miðjunni. Ekki í fyrsta sinn sem Sarr reynist Liverpool liðinu erfiður. Liverpool var í miklum vandræðum í seinni hálfleiknum og gat þakkað fyrir að halda út til leiksloka. Úrslitin réðust því eins og fyrr sagði í vítakeppni. Enski boltinn Fótbolti
Bikarmeistarar Crystal Palace unnu í dag Samfélagsskjöldinn eftir sigur á Englandsmeisturum Liverpool eftir vítakeppni á Wembley. Liverpool fékk draumabyrjun í leiknum og komst tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútunum en gat síðan þakkað fyrir að lenda ekki undir eftir að Palace menn jöfnuðu og voru betri í seinni hálfleiknum. Salah slakur Mohamed Salah, sem var mjög slakur í leiknum, skaut langt yfir úr fyrstu vítaspyrnu Liverpool og Dean Henderson varði síðan næstu spyrnu frá Alexis Mac Allister. Liverpool náði sér aldrei í vítakeppninni eftir það. Henderson varði líka frá Harvey Elliott og þrátt fyrir að Alisson Beckar hafi varið eitt víti og annað farið í slá þá var það ekki nóg. Justin Devenny skoraði úr síðustu spyrnu Palace manna og tryggði sínu liði Samfélagsskjöldinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Crystal Palace vinnur Samfélagsskjöldinn. Liverpool spilaði ágætlega framan af leik en seinni hálfleikurinn var slakur. Palace menn ógnuðu Liverpool allan leikinn og gat alveg eins verið búið að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Draumabyrjun Ekitike Hugo Ekitike átti algjöra draumabyrjun í fyrsta keppnisleiknum sínum með Liverpool því hann var búinn að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Ekitike skoraði þá með laglegu skoti frá vítateigslínunni eftir tvöfalt þríhyrningsspil við Florian Wirtz. Crystal Palace jafnaði þrettán mínútum síðar. Ismaila Sarr fiskaði víti á Virgil van Dijk og Jean-Philippe Mateta skoraði af öryggi úr vítinu. Örskömmu áður hafði Mateta sloppið einn í gegn en Alisson Becker bjargaði vel. Boltinn lá hins vegar í markinu stuttu síðar. Það voru fleiri nýliðar á skotskónum hjá Liverpool því Jeremie Frimpong kom liðinu aftur yfir á 21. mínútu. Flestir héldu að Frimpong væru að gefa fyrir og kannski hann sjálfur líka. Boltinn sveif aftur á móti í laglegum boga yfir Dean Henderson í marki Crystal Palace og datt niður í fjærhornið. Þrjú mörk eftir rúmar tuttugu mínútur en svo var bið eftir því næsta. Sarr áftam Liverpool erfiður Það kom á 77. mínútu. Ismaila Sarr slapp þá í gegnum Liverpool vörnina og skoraði með skoti í stöngina og inn. Fékk laglega stungusendingu frá Adam Wharton sem hafði unnið boltann á miðjunni. Ekki í fyrsta sinn sem Sarr reynist Liverpool liðinu erfiður. Liverpool var í miklum vandræðum í seinni hálfleiknum og gat þakkað fyrir að halda út til leiksloka. Úrslitin réðust því eins og fyrr sagði í vítakeppni.
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn