Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2025 15:01 Kjartan Atli var mikill Andy Cole maður en sá tryggði sigurinn gegn Tottenham árið 1999 og enska meistaratitilinn í leiðinni. Samsett/Vísir Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Enski boltinn hefur haft mikil áhrif á sálartetur Kjartans í gegnum tíðina og leikur Manchester United og Tottenham vorið 1999 gleymist seint. „Enska úrvalsdeildin hefur breytt líðan minni síðan ég man eftir mér; fært gleðistundir nær einhverskonar alsælu og stundum þyngt stemninguna ef hlutirnir fóru á annan veg en þeim var ætlað,“ segir Kjartan Atli. Aðeins einu stigi munaði á Manchester United og Arsenal fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 1999. United átti heimaleik við Tottenham og var stigi ofar en Skytturnar og því ljóst að sigur myndi duga United fyrir titlinum. Klippa: Enska augnablikið: Titillinn sem lagði grunninn að þrennunni Kjartan Atli, þá 15 ára gamall United stuðningsmaður, sat límdur við skjáinn. Hann segir frá: „Ein af mínum sterkari minningum er frá lokaleik deildarinnar 1999 á milli Manchester United og Tottenham. Leikurinn varð einhvern veginn smækkuð útgáfa af tímabilinu í heild sinni hjá United. Pressan var mikil og auðvitað þurfti United að fara Krýsuvíkurleiðina að þessu öllu saman,“ „Maginn sökk þegar Les Ferdinand kom Spurs yfir. Á þessum tímapunkti gat tímabilið orðið fullkomið en það var stutt á milli og hræðslan við vonbrigðin var þarna undirliggjandi,“ segir Kjartan en Arsenal mætti Aston Villa á sama tíma og vann 1-0 sigur þökk sé marki Nwankwo Kanu. „United-liðið kveikti á öllum hreyflunum eftir að hafa lent undir. Nokkur úrvalsfæri fóru í súginn áður en Beckham skoraði afar smekklegt mark,“ segir Kjartan. Á hans heimili þurfti þá að fara eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum við áhorfið. „Leikir United voru helsta áhugamál fjölskyldunnar og mikið var um hjátrú þarna, hver og einn þurfti að sitja í réttu sæti og ýmislegt þannig.“ Cole lagði grunninn að þrennunni Svo kom að sigurmarkinu. „Minn maður Andy Cole kom inn á í hálfleik. Ég man enn eftir að hafa lesið það í Mogganum þegar United keypti hann frá Newcastle og þegar hann valdi að spila númer 17 (sem varð strax mjög svalt númer). Hann varð fljótt í miklu uppáhaldi,“ „Það var því jafnvel extra ánægjulegt þegar Cole skoraði sigurmarkið, frábær móttaka og afgreiðsla. Þetta var góð stund og þarna var fyrsta skrefið í átt að þrennunni frægu stigið,“ segir Kjartan Atli. Líkt og hann nefnir var þar grunnurinn lagður að sögulegum árangri Manchester United sem vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina þökk sé 2-0 sigri á Newcastle United á Wembley og fjórum dögum síðar vannst frægur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar við Bayern Munchen á Camp Nou í Barcelona þökk sé mörkum Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem bæði komu í uppbótartíma. Allt það helsta úr leik United og Tottenham má sjá í spilaranum. Kjartan Atli mun stýra Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í vetur þar sem hver umferð í enska boltanum verður gerð upp. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
„Enska úrvalsdeildin hefur breytt líðan minni síðan ég man eftir mér; fært gleðistundir nær einhverskonar alsælu og stundum þyngt stemninguna ef hlutirnir fóru á annan veg en þeim var ætlað,“ segir Kjartan Atli. Aðeins einu stigi munaði á Manchester United og Arsenal fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 1999. United átti heimaleik við Tottenham og var stigi ofar en Skytturnar og því ljóst að sigur myndi duga United fyrir titlinum. Klippa: Enska augnablikið: Titillinn sem lagði grunninn að þrennunni Kjartan Atli, þá 15 ára gamall United stuðningsmaður, sat límdur við skjáinn. Hann segir frá: „Ein af mínum sterkari minningum er frá lokaleik deildarinnar 1999 á milli Manchester United og Tottenham. Leikurinn varð einhvern veginn smækkuð útgáfa af tímabilinu í heild sinni hjá United. Pressan var mikil og auðvitað þurfti United að fara Krýsuvíkurleiðina að þessu öllu saman,“ „Maginn sökk þegar Les Ferdinand kom Spurs yfir. Á þessum tímapunkti gat tímabilið orðið fullkomið en það var stutt á milli og hræðslan við vonbrigðin var þarna undirliggjandi,“ segir Kjartan en Arsenal mætti Aston Villa á sama tíma og vann 1-0 sigur þökk sé marki Nwankwo Kanu. „United-liðið kveikti á öllum hreyflunum eftir að hafa lent undir. Nokkur úrvalsfæri fóru í súginn áður en Beckham skoraði afar smekklegt mark,“ segir Kjartan. Á hans heimili þurfti þá að fara eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum við áhorfið. „Leikir United voru helsta áhugamál fjölskyldunnar og mikið var um hjátrú þarna, hver og einn þurfti að sitja í réttu sæti og ýmislegt þannig.“ Cole lagði grunninn að þrennunni Svo kom að sigurmarkinu. „Minn maður Andy Cole kom inn á í hálfleik. Ég man enn eftir að hafa lesið það í Mogganum þegar United keypti hann frá Newcastle og þegar hann valdi að spila númer 17 (sem varð strax mjög svalt númer). Hann varð fljótt í miklu uppáhaldi,“ „Það var því jafnvel extra ánægjulegt þegar Cole skoraði sigurmarkið, frábær móttaka og afgreiðsla. Þetta var góð stund og þarna var fyrsta skrefið í átt að þrennunni frægu stigið,“ segir Kjartan Atli. Líkt og hann nefnir var þar grunnurinn lagður að sögulegum árangri Manchester United sem vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina þökk sé 2-0 sigri á Newcastle United á Wembley og fjórum dögum síðar vannst frægur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar við Bayern Munchen á Camp Nou í Barcelona þökk sé mörkum Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem bæði komu í uppbótartíma. Allt það helsta úr leik United og Tottenham má sjá í spilaranum. Kjartan Atli mun stýra Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í vetur þar sem hver umferð í enska boltanum verður gerð upp. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira