Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:07 Dönsku bullurnar velta kamri eftir lokaflautið í gær. Sýn Sport Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48