Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:07 Dönsku bullurnar velta kamri eftir lokaflautið í gær. Sýn Sport Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48