Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2025 15:02 Lárus Orri fékk ærið verkefni í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tókst á við Ruud van Nistelrooy, David Beckham og fleiri á Old Trafford. Lárus var ekki eins hárfagur í þá daga. Vísir/Getty Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. Lárus Orri hafði leikið á Englandi í níu leiktíðir, í bæði næst efstu og þriðju efstu deild, með Stoke og West Bromwich Albion þegar hann loks fékk tækifærið á stóra sviðinu. West Brom keypti Akureyringinn frá Stoke árið 1999 úr C-deildinni og glimrandi tímabil 2001-02 þýddi að WBA fór í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1986. Það var því mikil spenna fyrir leiktíðinni 2002 til 2003 á meðal leikmanna og stuðningsmanna WBA. Ekki minnkaði hún þegar í ljós kom hver fyrsti andstæðingurinn yrði. „Mikil eftirvænting eftir að við unnum okkur sæti í Premier League og ekki varð spennan minni þegar kom í ljós að fyrsti leikur yrði við Manchester United á Old Trafford,“ segir Lárus Orri. „Man vel eftir öllu í aðdraganda leiksins. Aðkomunni vellinum, upphituninni, klefanum og að standa í horni leikvangsins við hliðina á öllum þessum stórstjörnum á leið út á völlinn.“ Veron í leik með Man United.Eddy LEMAISTRE/Getty Images Manchester United var sannarlega stappfullt af stjörnum á þessum tíma. Svo fullt að Paul Scholes byrjaði á varamannabekknu. David Beckham, Ryan Giggs, Roy Keane og Ruud van Nistelrooy voru aftur á móti í byrjunarliðinu líkt og Argentínumaðurinn Juan Sebastián Verón sem hafði ári fyrr orðið dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar United keypti hann frá Lazio. „En svo um leið og loksins var flautað til leiks það voru þetta bara ellefu á moti ellefu að berjast fyrir sigrinum. Umhverfið og áhorfendur urðu svo bara hluti af því hvernig þú einhvern veginn upplifir þessi 60 til 70 þúsund manns bara sem eitt eða einn. Það er aðeins erfitt að útskýra,“ segir Lárus. Það er vissulega ekki á hvers færi að spila fótboltaleiki fyrir framan tugi þúsunda en stemningin á Old Trafford var iðulega góð á þessum árum og áttu stuðningsmenn liðsins til, ásamt liðinu, að draga inn sigurmark í jöfnum leikjum. Klippa: Enska augnablikið: Lárus Orri spilaði fyrsta leikinn á Old Trafford Svo var raunin þennan laugardag í ágúst 2002. „Leikurinn endaði 1-0 og í stöðunni 0-0 í seinni hálfleik misstum við fyrirliðann okkar af velli með rautt spjald,“ segir Lárus Orri frá en Ole Gunnar Solskjær skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks, eftir að hafa komið inn fyrir áðurnefndan Verón. Það var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem Solskjær skoraði sigurmark seint í leik eftir að hafa komið inn af bekknum. „Þetta var eftirminnileg frumraun í deildinni,“ segir Lárus. Markið má sjá í spilaranum að ofan en þar sést sköllóttur Lárus Orri, sem er umtalsvert hárfegurri í dag, reyna hvað hann getur að stöðva Solskjær eftir það sem virðist heldur áhugalítill varnarleikur Darrens Moore, félaga hans í vörninni. Moore átti síðar eftir að stýra WBA í ensku úrvalsdeildinni en sá þjálfar í dag lið Port Vale. Sigurmark Solskjærs má sjá í spilaranum. Lárus Orri verður sérfræðingur í þáttagerð Sýnar Sport í kringum ensku úrvalsdeildina í vetur og mun gera umferðirnar upp í Sunnudagsmessunni ásamt fleiri góðum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Lárus Orri hafði leikið á Englandi í níu leiktíðir, í bæði næst efstu og þriðju efstu deild, með Stoke og West Bromwich Albion þegar hann loks fékk tækifærið á stóra sviðinu. West Brom keypti Akureyringinn frá Stoke árið 1999 úr C-deildinni og glimrandi tímabil 2001-02 þýddi að WBA fór í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1986. Það var því mikil spenna fyrir leiktíðinni 2002 til 2003 á meðal leikmanna og stuðningsmanna WBA. Ekki minnkaði hún þegar í ljós kom hver fyrsti andstæðingurinn yrði. „Mikil eftirvænting eftir að við unnum okkur sæti í Premier League og ekki varð spennan minni þegar kom í ljós að fyrsti leikur yrði við Manchester United á Old Trafford,“ segir Lárus Orri. „Man vel eftir öllu í aðdraganda leiksins. Aðkomunni vellinum, upphituninni, klefanum og að standa í horni leikvangsins við hliðina á öllum þessum stórstjörnum á leið út á völlinn.“ Veron í leik með Man United.Eddy LEMAISTRE/Getty Images Manchester United var sannarlega stappfullt af stjörnum á þessum tíma. Svo fullt að Paul Scholes byrjaði á varamannabekknu. David Beckham, Ryan Giggs, Roy Keane og Ruud van Nistelrooy voru aftur á móti í byrjunarliðinu líkt og Argentínumaðurinn Juan Sebastián Verón sem hafði ári fyrr orðið dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar United keypti hann frá Lazio. „En svo um leið og loksins var flautað til leiks það voru þetta bara ellefu á moti ellefu að berjast fyrir sigrinum. Umhverfið og áhorfendur urðu svo bara hluti af því hvernig þú einhvern veginn upplifir þessi 60 til 70 þúsund manns bara sem eitt eða einn. Það er aðeins erfitt að útskýra,“ segir Lárus. Það er vissulega ekki á hvers færi að spila fótboltaleiki fyrir framan tugi þúsunda en stemningin á Old Trafford var iðulega góð á þessum árum og áttu stuðningsmenn liðsins til, ásamt liðinu, að draga inn sigurmark í jöfnum leikjum. Klippa: Enska augnablikið: Lárus Orri spilaði fyrsta leikinn á Old Trafford Svo var raunin þennan laugardag í ágúst 2002. „Leikurinn endaði 1-0 og í stöðunni 0-0 í seinni hálfleik misstum við fyrirliðann okkar af velli með rautt spjald,“ segir Lárus Orri frá en Ole Gunnar Solskjær skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks, eftir að hafa komið inn fyrir áðurnefndan Verón. Það var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem Solskjær skoraði sigurmark seint í leik eftir að hafa komið inn af bekknum. „Þetta var eftirminnileg frumraun í deildinni,“ segir Lárus. Markið má sjá í spilaranum að ofan en þar sést sköllóttur Lárus Orri, sem er umtalsvert hárfegurri í dag, reyna hvað hann getur að stöðva Solskjær eftir það sem virðist heldur áhugalítill varnarleikur Darrens Moore, félaga hans í vörninni. Moore átti síðar eftir að stýra WBA í ensku úrvalsdeildinni en sá þjálfar í dag lið Port Vale. Sigurmark Solskjærs má sjá í spilaranum. Lárus Orri verður sérfræðingur í þáttagerð Sýnar Sport í kringum ensku úrvalsdeildina í vetur og mun gera umferðirnar upp í Sunnudagsmessunni ásamt fleiri góðum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02
Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02