Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 23:17 Marc Andre ter Stegen lék með þýska landsliðinu í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Getty/Marvin Ibo Guengoer Barcelona er að skoða það að fara með þýska markvörðinn Marc-André ter Stegen, sinn eigin leikmann, fyrir dómstóla. Málið snýst um bakmeiðsli Ter Stegen. Markvörðurinn neitar að senda inn upplýsingar um bakmeiðsli sín til læknanefndar spænsku deildarinnar. Spænska blaðið Mundo Deportivo fjallar um málið og hefur upplýsingarnar eftir talsmanni félagsins. Upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarmál og leikmaðurinn verður því að gefa leyfi fyrir því að þær séu sendar áfram. Félagið gerir sér grein fyrir því en telur einnig að leikmaður hafi sínar skyldur við félagið sitt. Ter Stegen segir sjálfur að hann verði frá æfingum og keppni í þrjá mánuði. Hann fór nýverið í sína aðra bakaðgerð á stuttum tíma. Barcelona telur að hann verði frá í fjórða mánuð sem gæfi félaginu um leið rétt til að nota áttatíu prósent af launum Ter Stegen til að koma öðrum leikmanni fyrir undir launaþaki spænsku deildarinnar. Barcelona reyndi að ræða við Þjóðverjann í sumar en Ter Stegen gaf sig ekki og neitaði að skrifa undir. Samband hans og félagsins er ekki gott. Hann er með samning við Barcelona til ársins 2028. Leikmaðurinn sem Barcelona vill skrá inn hjá La Liga heitir Joan Garcia, er markvörður og kemur frá Espanyol. Barcelona tekur að Ter Stegen sé hegðun sinni að skaða félagið og liðsfélaga sína og málið er væntanlega á leið fyrir dómstóla. Barcelona átti einnig í vandræðum með að skrá leikmenn á síðustu leiktíð en gott dæmi um það er spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo. 🚨 𝐈𝐧𝐟𝐨𝐫𝐦𝐚𝐜𝐢𝐨́𝐧 𝐝𝐞 𝐌𝐮𝐧𝐝𝐨 𝐃𝐞𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐯𝐨🚫 ¡Ter Stegen no firma su informe médico y el Barça le abre expediente disciplinario!▪️ El portero se niega a dar su OK a que el club envíe el informe de su lesión a la Comisión Médica de LaLiga▪️ Su negativa… pic.twitter.com/Bf55S33h6S— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 5, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Sjá meira
Málið snýst um bakmeiðsli Ter Stegen. Markvörðurinn neitar að senda inn upplýsingar um bakmeiðsli sín til læknanefndar spænsku deildarinnar. Spænska blaðið Mundo Deportivo fjallar um málið og hefur upplýsingarnar eftir talsmanni félagsins. Upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarmál og leikmaðurinn verður því að gefa leyfi fyrir því að þær séu sendar áfram. Félagið gerir sér grein fyrir því en telur einnig að leikmaður hafi sínar skyldur við félagið sitt. Ter Stegen segir sjálfur að hann verði frá æfingum og keppni í þrjá mánuði. Hann fór nýverið í sína aðra bakaðgerð á stuttum tíma. Barcelona telur að hann verði frá í fjórða mánuð sem gæfi félaginu um leið rétt til að nota áttatíu prósent af launum Ter Stegen til að koma öðrum leikmanni fyrir undir launaþaki spænsku deildarinnar. Barcelona reyndi að ræða við Þjóðverjann í sumar en Ter Stegen gaf sig ekki og neitaði að skrifa undir. Samband hans og félagsins er ekki gott. Hann er með samning við Barcelona til ársins 2028. Leikmaðurinn sem Barcelona vill skrá inn hjá La Liga heitir Joan Garcia, er markvörður og kemur frá Espanyol. Barcelona tekur að Ter Stegen sé hegðun sinni að skaða félagið og liðsfélaga sína og málið er væntanlega á leið fyrir dómstóla. Barcelona átti einnig í vandræðum með að skrá leikmenn á síðustu leiktíð en gott dæmi um það er spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo. 🚨 𝐈𝐧𝐟𝐨𝐫𝐦𝐚𝐜𝐢𝐨́𝐧 𝐝𝐞 𝐌𝐮𝐧𝐝𝐨 𝐃𝐞𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐯𝐨🚫 ¡Ter Stegen no firma su informe médico y el Barça le abre expediente disciplinario!▪️ El portero se niega a dar su OK a que el club envíe el informe de su lesión a la Comisión Médica de LaLiga▪️ Su negativa… pic.twitter.com/Bf55S33h6S— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 5, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Sjá meira