Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 15:09 Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, skrifaði grein vegna banaslyss í Reynisfjöru. Vísir/Samsett Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“ Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“
Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira