Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. ágúst 2025 14:08 Breiðablik á besta sénsinn á sæti í Sambandsdeildinni. Myndin er úr leik liðsins gegn KA í gær. vísir / diego Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan. Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti