„Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 31. júlí 2025 22:55 Hinn 63 ára gamli Kent er öllu vanur. EPA/HENNING BAGGER Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik. „Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn