Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2025 16:10 Frá úkraínska þinginu í dag. AP/Vadym Sarakhan Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. Almenningur í Úkraínu, bakhjarlar Úkraínu og fleiri sögðu lögin draga úr lýðræði og gera stofnanirnar berskjaldaðar fyrir pólitískum áhrifum. Barátta gegn langvarandi og kerfisbundinni spillingu í Úkraínu nýtur mikils stuðnings almennings í Úkraínu og er mikilvægt bakhjörlum Úkraínu. Nýju lögin, sem fella þau fyrri úr gildi, munu taka gildi á morgun, samkvæmt frétt Kiyv Independent. Bæði NABU og SAPO voru stofnaðar í kjölfar EuroMaidan mótmælanna árið 2014 og er þeim ætlað að rannsaka spillingu í Úkraínu. Fyrst eftir að lögin umdeildu voru samþykkt í síðustu viku sagðist Selenskí ætla að standa við þau. Forsetinn og ráðgjafar hans héldu því fram að lögin væru nauðsynleg til að sporna gegn áhrifum Rússa í úkraínskri stjórnsýslu. Sjá einnig: Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Fregnir hafa þó borist af því að ráðamenn í Evrópu hafi tilkynnti Selenskí að ef lögunum yrði ekki snúið, gætu þau komið niður á fjárhagsaðstoð ríkja Evrópu til Úkraínu. Það er fjárhagsaðstoð sem Úkraínumenn reiða sig á. Í yfirlýsingu sem hann birti í dag þakkaði Selenskí þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu í dag. Hann sagði það tryggja sjálfstæði eftirlits- og löggæslustofnana landsins. Það kæmi einnig í veg fyrir utanaðkomandi áhrif á þessar stofnanir. Meðal annars munu starfsmenn löggæslustofnana sem eiga ættingja í Rússlandi og hafa aðgang að leynilegum gögnum í Úkraínu þurfa að gangast lygapróf. I want to thank all members of parliament for passing my bill – now officially a law, as I have just signed the document. The text will be published immediately.This is a guarantee of the proper independent functioning of Ukraine’s anti-corruption bodies and all law enforcement… pic.twitter.com/83SgkcoEPH— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) July 31, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tjáði sig einnig um málið í dag og sagði að jákvætt skref væri að ræða. Verndun réttaríkisins og barátta gegn spillingu eigi að halda áfram í Úkraínu og það væri mikilvægur liður í umsóknarferli Úkraínu að sambandinu. President @ZelenskyyUa's signature on the law restoring NABU & SAPO independence is a welcome step.Ukraine’s rule of law and anti-corruption reforms should continue. They remain essential for Ukraine’s progress on the European path.The EU will continue to support these…— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) July 31, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Almenningur í Úkraínu, bakhjarlar Úkraínu og fleiri sögðu lögin draga úr lýðræði og gera stofnanirnar berskjaldaðar fyrir pólitískum áhrifum. Barátta gegn langvarandi og kerfisbundinni spillingu í Úkraínu nýtur mikils stuðnings almennings í Úkraínu og er mikilvægt bakhjörlum Úkraínu. Nýju lögin, sem fella þau fyrri úr gildi, munu taka gildi á morgun, samkvæmt frétt Kiyv Independent. Bæði NABU og SAPO voru stofnaðar í kjölfar EuroMaidan mótmælanna árið 2014 og er þeim ætlað að rannsaka spillingu í Úkraínu. Fyrst eftir að lögin umdeildu voru samþykkt í síðustu viku sagðist Selenskí ætla að standa við þau. Forsetinn og ráðgjafar hans héldu því fram að lögin væru nauðsynleg til að sporna gegn áhrifum Rússa í úkraínskri stjórnsýslu. Sjá einnig: Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Fregnir hafa þó borist af því að ráðamenn í Evrópu hafi tilkynnti Selenskí að ef lögunum yrði ekki snúið, gætu þau komið niður á fjárhagsaðstoð ríkja Evrópu til Úkraínu. Það er fjárhagsaðstoð sem Úkraínumenn reiða sig á. Í yfirlýsingu sem hann birti í dag þakkaði Selenskí þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu í dag. Hann sagði það tryggja sjálfstæði eftirlits- og löggæslustofnana landsins. Það kæmi einnig í veg fyrir utanaðkomandi áhrif á þessar stofnanir. Meðal annars munu starfsmenn löggæslustofnana sem eiga ættingja í Rússlandi og hafa aðgang að leynilegum gögnum í Úkraínu þurfa að gangast lygapróf. I want to thank all members of parliament for passing my bill – now officially a law, as I have just signed the document. The text will be published immediately.This is a guarantee of the proper independent functioning of Ukraine’s anti-corruption bodies and all law enforcement… pic.twitter.com/83SgkcoEPH— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) July 31, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tjáði sig einnig um málið í dag og sagði að jákvætt skref væri að ræða. Verndun réttaríkisins og barátta gegn spillingu eigi að halda áfram í Úkraínu og það væri mikilvægur liður í umsóknarferli Úkraínu að sambandinu. President @ZelenskyyUa's signature on the law restoring NABU & SAPO independence is a welcome step.Ukraine’s rule of law and anti-corruption reforms should continue. They remain essential for Ukraine’s progress on the European path.The EU will continue to support these…— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) July 31, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16
Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52
Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31
Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34