Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 16:07 Framkvæmdir hafa staðið yfir við virkjunina þrátt fyrir að virkjanaleyfið hafi verið dæmt ólöglegt í Hæstarétti. Landvernd Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur en Ríkisútvarpið greinir frá. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að úrskurðurinn sé einungis til bráðabirgða. Aðeins einn verktaki sé að störfum við undirbúningsframkvæmdir Hvammsvirkjunar og fyrirséð sé að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. „Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar en Landsvirkjun telur mjög jákvætt að meðalhófs hafi verið gætt af hennar hálfu. Þannig tekur úrskurður nefndarinnar ekki til uppsetningar vinnubúða og halda þær því ótruflað áfram. Jafnframt segir nefndin að heimilt sé að ljúka við frágang efsta burðarlags á vegum og plönum á framkvæmdasvæðinu. Stöðvun framkvæmda hefur því eingöngu áhrif á undirbúningsframkvæmdir í frárennslisskurði en efni úr frárennslisskurði hefur verið nýtt til vegagerðar,“ segir í tilkynningunni. Landeigandi svartsýnn Stöðvunarkrafan var lögð fram af landeigendum við Þjórsá í gær. Gunnar Þór Jónsson íbúi á Stóra-Núpi, sem hefur orðið hvað mest var við framkvæmdirnar, fagnar niðurstöðu nefndarinnar. Þrátt fyrir segist hann ekki bjartsýnn á að hætt verði við framkvæmdirnar endanlega. „Það er svo mikill vilji hjá stjórnvöldum og öðrum að keyra þetta í gegn og búið að dæla svo miklum peningum í þetta þannig að það verður ekki hægt að hætta við. Túrbínutrix heitir þetta,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í dag þegar Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar birti skoðunargrein á Vísi þar sem hún líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunar við heimilisofbeldi. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð,“ segir í grein Bjargar. Björg fagnar niðurstöðunni en segir ekki hafa lesið úrskurðinn, sem verður samkvæmt umfjöllun RÚV birtur klukkan sex. „Annað hefði verið... Maður hefði misst trú á tilveruna, vegna þess að það var svo augljóst að þarna væri verið að virkja,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. „Fyrirséð“ að virkjunarleyfi verði gefið út Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar segir leyfið í samræmi við ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Í úrskurðinum kemur fram að fyrirséð sé að virkjunarleyfi til bráðabirgða verði gefið út í ágúst og það sé á forræði Landsvirkjunar að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum. Landsvirkjun hafi þannig, í ljósi aðstæðna, undirbúið áframhaldandi málsmeðferð vegna öflunar nýrra leyfa eftir fremsta megni. „Það er okkar mat að úrskurðurinn muni hafa óveruleg áhrif á undirbúningsframkvæmdir og er vonast til að ný leyfi verði veitt á næstu vikum. Áfram verður unnið að framkvæmdum í fullu samræmi við niðurstöðu nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur en Ríkisútvarpið greinir frá. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að úrskurðurinn sé einungis til bráðabirgða. Aðeins einn verktaki sé að störfum við undirbúningsframkvæmdir Hvammsvirkjunar og fyrirséð sé að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. „Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar en Landsvirkjun telur mjög jákvætt að meðalhófs hafi verið gætt af hennar hálfu. Þannig tekur úrskurður nefndarinnar ekki til uppsetningar vinnubúða og halda þær því ótruflað áfram. Jafnframt segir nefndin að heimilt sé að ljúka við frágang efsta burðarlags á vegum og plönum á framkvæmdasvæðinu. Stöðvun framkvæmda hefur því eingöngu áhrif á undirbúningsframkvæmdir í frárennslisskurði en efni úr frárennslisskurði hefur verið nýtt til vegagerðar,“ segir í tilkynningunni. Landeigandi svartsýnn Stöðvunarkrafan var lögð fram af landeigendum við Þjórsá í gær. Gunnar Þór Jónsson íbúi á Stóra-Núpi, sem hefur orðið hvað mest var við framkvæmdirnar, fagnar niðurstöðu nefndarinnar. Þrátt fyrir segist hann ekki bjartsýnn á að hætt verði við framkvæmdirnar endanlega. „Það er svo mikill vilji hjá stjórnvöldum og öðrum að keyra þetta í gegn og búið að dæla svo miklum peningum í þetta þannig að það verður ekki hægt að hætta við. Túrbínutrix heitir þetta,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í dag þegar Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar birti skoðunargrein á Vísi þar sem hún líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunar við heimilisofbeldi. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð,“ segir í grein Bjargar. Björg fagnar niðurstöðunni en segir ekki hafa lesið úrskurðinn, sem verður samkvæmt umfjöllun RÚV birtur klukkan sex. „Annað hefði verið... Maður hefði misst trú á tilveruna, vegna þess að það var svo augljóst að þarna væri verið að virkja,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. „Fyrirséð“ að virkjunarleyfi verði gefið út Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar segir leyfið í samræmi við ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Í úrskurðinum kemur fram að fyrirséð sé að virkjunarleyfi til bráðabirgða verði gefið út í ágúst og það sé á forræði Landsvirkjunar að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum. Landsvirkjun hafi þannig, í ljósi aðstæðna, undirbúið áframhaldandi málsmeðferð vegna öflunar nýrra leyfa eftir fremsta megni. „Það er okkar mat að úrskurðurinn muni hafa óveruleg áhrif á undirbúningsframkvæmdir og er vonast til að ný leyfi verði veitt á næstu vikum. Áfram verður unnið að framkvæmdum í fullu samræmi við niðurstöðu nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira