„Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2025 00:12 Þórhildur er hjúkrunarfræðingur, flæðisstjóri og aðstandandi og hefur því fjölbreytta reynslu af heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingur og aðstandi 88 ára gamals manns, sem hefur beðið í rúma tvo mánuði á spítala eftir hjúkrunarrými, segir núverandi heilbrigðiskerfi ekki nógu gott fyrir eldra fólk. Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur, flæðisstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og aðstandandi aldraðs manns, skrifaði skoðanapistilinn „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ sem hún birti á Vísi á mánudag. Pistillinn fjallar um stöðu eldra fólks í íslensku heilbrigðiskerfi og það ástand sem ríkir þar sem pláss á hjúkrunarheimilum eru af svo skornum skammti að fjöldi fólks bíður mánuðum saman á legudeildum. Þórhildur kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær til að ræða pistilinn. Nær þriggja mánuða bið „Afi er 88 ára og amma einu ári eldri, búa á Selfossi og eru í góðri íbúð þar. Svo er hann kallinn farinn að gleyma og amma getur ekki lengur hugsað um hann heima ein, þrátt fyrir alla þjónustu sem er í boði. Þá er lítið annað í stöðunni en að sækja um á hjúkrunarrými og þá eru svolítið margir í röðinni þar,“ segir Þórhildur um reynslu sína sem aðstandandi. Fólk þurfi að bíða lengi lengi, oft inni á sjúkrahúsum, líkt og í tilfelli afa Þórhildar, sem hefur verið inniliggjandi á lyflækningadeildinni á Selfossi frá því í maí. „Þetta er bæði slæmt fyrir hann og alla sem eru í hans stöðu. Lyflækningadeild er ekki staður fyrir fólk sem er farið að gleyma eða aðra sem hafa lokið læknisfræðilegri meðferð og þurfa að komast í rólegt og þægilegt umhverfi,“ segir hún. Á slíkum deildum sé lítið við að vera, takmörkuð afþreying fyrir fólk og dagarnir fábreyttir og endurtekningasamir. Líkir framkomunni við Fóstbræðraskets Þórhildur rifjar upp Fóstbræðrasketsinn um afa í pistli sínum en í honum ákveða aðstandendur aldraðs manns að fara með hann upp í sveit og skjóta hann. Einn sér um aftökuna og annar um að setja líkið í ruslapoka. Þórhildur veltir fyrir sér hvort ruslapokinn hafi dýpri merkingu og hvort Íslendingar líti enn sem áður á aldað fólk sem rusl. „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig,“ segir Þórhildur um upplifun sína af því hvernig komið er fram við eldra fólk í íslensku heilbrigðiskerfi. Hún finni fyrir því þegar hún tali við aðstandendur eldra fólks og aðra sem hún þekkir. „Við getum gert betur þarna,“ segir hún. „Við erum með hvíldarinnlagnir og heimaþjónustu í formi heimahjúkrunar og félagsþjónustu. En svo verðum við líka að átt okkur á því að það er bara innlit, ekki viðvera,“ segir Þórhildur. „Það er ekki hjúkrunarfræðingur sem sest í stofuna hjá þér og bíður eftir að þú þurfir aðstoð, þetta er bara innlit og sums staðar er þessi þjónusta ekki í boði, eins og kvöld- og helgarþjónusta lengra úti á landi.“ Víða úti á landi séu langar vegalengdir milli sjúklingsins og þess sem veitir heimaþjónustuna. „Hvað verður um mig?“ Afleiðingarnar sem það hefur fyrir aðstandendur að hinn aldraði fái ekki viðeigandi þjónustu séu eilífðaráhyggjur. Allt sé gert til að byggja í kringum fólk sem er aleitt heima, með neyðarhnöppum og heimsendum mat, en það sé ýmislegt annað sem þurfi að huga að. „Líka þessar áhyggjur fólks: ,Hvað verður um mig?' Ég hef verið með fólk í fanginu sem finnst því vera byrði á kerfinu, að leggja alltof mikið á aðstandendur sína og langar að komast inn á hjúkrunarheimili þannig það þurfi ekki að vera upp á fólkið sitt komið,“ segir Þórhildur. Erfitt sé að horfa upp á slíkt. Stjórnvöld verði að vera heiðarleg Lausnin við því úrræðaleysi sem ríkir sé að byggja fleiri hjúkrunarrými að mati Þórhildar. Hins vegar verði stjórnvöld að vera heiðarleg í sinni nálgun. Þá verði líka að horfa í fleiri þætti á borð við mönnun. „Þegar við erum að tala um að við séum að fjölga rýmum verðum við að segja sannleikann. Það er verið að fara að byggja rými í Hveragerði en ég veit að það á að loka tveggja manna rýmum í leiðinni og það er verið að byggja yfir útihúsin sem voru þarna. Fjöldi rýma sem bætist við er ekkert svakalegur,“ segir hún. Hjúkrunarheimilið Móberg opnaði með sextíu rými árið 2022 en af þeim fékk Landspítalinn úthlutað fjörutíu rýmum með þriggja ára samningi. Um leið var samtals 37 hjúkrunarrýmum og tíu dvalarrýmum lokað á Blesastöðum og Kumbaravogi að sögn Þórhildar. „Það er talað um að það gangi illa að manna, vantar hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk en það þarf líka að gera starfsumhverfið gott. Það er fullt af hjúkrunarfræðingum sem eru ekki að vinna sem slíkir því þeim finnst starfsumhverfið ekki nægilega ásættanlegt,“ segir hún. Sjálfri finnst Þórhildi erfitt að vera beggja megin borðsins. „Mér finnst það erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er með nefið ofan í öllu en ég held samt að fólkið mitt og ættingjar séu þakklát að ég sé að sinna afa í vinnunni, hann er í góðum höndum meðan ég er þarna líka,“ segir hún aðspurð út í það hvernig sé að vera bæði aðstandandi og hjúkrunarfræðingur. Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur, flæðisstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og aðstandandi aldraðs manns, skrifaði skoðanapistilinn „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ sem hún birti á Vísi á mánudag. Pistillinn fjallar um stöðu eldra fólks í íslensku heilbrigðiskerfi og það ástand sem ríkir þar sem pláss á hjúkrunarheimilum eru af svo skornum skammti að fjöldi fólks bíður mánuðum saman á legudeildum. Þórhildur kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær til að ræða pistilinn. Nær þriggja mánuða bið „Afi er 88 ára og amma einu ári eldri, búa á Selfossi og eru í góðri íbúð þar. Svo er hann kallinn farinn að gleyma og amma getur ekki lengur hugsað um hann heima ein, þrátt fyrir alla þjónustu sem er í boði. Þá er lítið annað í stöðunni en að sækja um á hjúkrunarrými og þá eru svolítið margir í röðinni þar,“ segir Þórhildur um reynslu sína sem aðstandandi. Fólk þurfi að bíða lengi lengi, oft inni á sjúkrahúsum, líkt og í tilfelli afa Þórhildar, sem hefur verið inniliggjandi á lyflækningadeildinni á Selfossi frá því í maí. „Þetta er bæði slæmt fyrir hann og alla sem eru í hans stöðu. Lyflækningadeild er ekki staður fyrir fólk sem er farið að gleyma eða aðra sem hafa lokið læknisfræðilegri meðferð og þurfa að komast í rólegt og þægilegt umhverfi,“ segir hún. Á slíkum deildum sé lítið við að vera, takmörkuð afþreying fyrir fólk og dagarnir fábreyttir og endurtekningasamir. Líkir framkomunni við Fóstbræðraskets Þórhildur rifjar upp Fóstbræðrasketsinn um afa í pistli sínum en í honum ákveða aðstandendur aldraðs manns að fara með hann upp í sveit og skjóta hann. Einn sér um aftökuna og annar um að setja líkið í ruslapoka. Þórhildur veltir fyrir sér hvort ruslapokinn hafi dýpri merkingu og hvort Íslendingar líti enn sem áður á aldað fólk sem rusl. „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig,“ segir Þórhildur um upplifun sína af því hvernig komið er fram við eldra fólk í íslensku heilbrigðiskerfi. Hún finni fyrir því þegar hún tali við aðstandendur eldra fólks og aðra sem hún þekkir. „Við getum gert betur þarna,“ segir hún. „Við erum með hvíldarinnlagnir og heimaþjónustu í formi heimahjúkrunar og félagsþjónustu. En svo verðum við líka að átt okkur á því að það er bara innlit, ekki viðvera,“ segir Þórhildur. „Það er ekki hjúkrunarfræðingur sem sest í stofuna hjá þér og bíður eftir að þú þurfir aðstoð, þetta er bara innlit og sums staðar er þessi þjónusta ekki í boði, eins og kvöld- og helgarþjónusta lengra úti á landi.“ Víða úti á landi séu langar vegalengdir milli sjúklingsins og þess sem veitir heimaþjónustuna. „Hvað verður um mig?“ Afleiðingarnar sem það hefur fyrir aðstandendur að hinn aldraði fái ekki viðeigandi þjónustu séu eilífðaráhyggjur. Allt sé gert til að byggja í kringum fólk sem er aleitt heima, með neyðarhnöppum og heimsendum mat, en það sé ýmislegt annað sem þurfi að huga að. „Líka þessar áhyggjur fólks: ,Hvað verður um mig?' Ég hef verið með fólk í fanginu sem finnst því vera byrði á kerfinu, að leggja alltof mikið á aðstandendur sína og langar að komast inn á hjúkrunarheimili þannig það þurfi ekki að vera upp á fólkið sitt komið,“ segir Þórhildur. Erfitt sé að horfa upp á slíkt. Stjórnvöld verði að vera heiðarleg Lausnin við því úrræðaleysi sem ríkir sé að byggja fleiri hjúkrunarrými að mati Þórhildar. Hins vegar verði stjórnvöld að vera heiðarleg í sinni nálgun. Þá verði líka að horfa í fleiri þætti á borð við mönnun. „Þegar við erum að tala um að við séum að fjölga rýmum verðum við að segja sannleikann. Það er verið að fara að byggja rými í Hveragerði en ég veit að það á að loka tveggja manna rýmum í leiðinni og það er verið að byggja yfir útihúsin sem voru þarna. Fjöldi rýma sem bætist við er ekkert svakalegur,“ segir hún. Hjúkrunarheimilið Móberg opnaði með sextíu rými árið 2022 en af þeim fékk Landspítalinn úthlutað fjörutíu rýmum með þriggja ára samningi. Um leið var samtals 37 hjúkrunarrýmum og tíu dvalarrýmum lokað á Blesastöðum og Kumbaravogi að sögn Þórhildar. „Það er talað um að það gangi illa að manna, vantar hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk en það þarf líka að gera starfsumhverfið gott. Það er fullt af hjúkrunarfræðingum sem eru ekki að vinna sem slíkir því þeim finnst starfsumhverfið ekki nægilega ásættanlegt,“ segir hún. Sjálfri finnst Þórhildi erfitt að vera beggja megin borðsins. „Mér finnst það erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er með nefið ofan í öllu en ég held samt að fólkið mitt og ættingjar séu þakklát að ég sé að sinna afa í vinnunni, hann er í góðum höndum meðan ég er þarna líka,“ segir hún aðspurð út í það hvernig sé að vera bæði aðstandandi og hjúkrunarfræðingur.
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira