Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2025 18:32 Faðir Margrétar var lagður inn á Landspítalann nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku. Þar dvaldi hann í tvo daga eftir enn eina árás dóttur sinnar. Vísir/ArnarHalldórs Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. Það var að morgni föstudagsins 11. apríl sem Neyðarlínunni barst símtal frá heimili hér í Súlunesi í Garðabæ. Áttræður karlmaður hafði misst meðvitund á heimili þeirra að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Maðurinn lést, kona hans var lögð með mikla áverka inn á Landspítalann og dóttir þeirra handtekin. Konan, hin 28 ára gamla Margrét Halla Hansdóttir Löf, hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan en var í gær ákærð fyrir að verða föður sínum að bana, gera tilraun til að bana móður sinni og fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Miklu og endurteknu ofbeldi mánuðina á undan er lýst í ákærunni á hendur Margréti. Lá inni á sjúkrahúsi nokkrum dögum fyrr Bæði er um að ræða andlegt ofbeldi þar sem hún fyrirskipaði foreldrum sínum að sitja eða standa á víxl og bannaði þeim að tala við sig á meðan hún beitti hitt foreldrið líkamlegu ofbeldi. Það fólst bæði í höggum í höfuð, andlit og víðar um líkamann en líka spörkum sem leiddu til blæðinga í eyra, glóðurauga og marbletta. Samkvæmt ákærunni þurfti faðir Margrétar að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina. Móðir Margrétar var sömuleiðis fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Aðeins nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku þurfti faðirinn að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sem hann hlaut eftir enn eina árás dóttur sinnar. Stóð yfir í tíu klukkustundir Talið er að ofbeldi Margrétar gagnvart foreldrum sínum daginn afdrifaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Þá á hún að hafa látið hnefahöggin og spörkin dynja á foreldrum sínum. Það var svo á flótta af heimilinu á sjöunda tímanum um morguninn sem faðir hennar örmagnaðist í forstofunni, féll niður og lést skömmu síðar. Hann var með fjölmörg brotin rifbein og miklar innvortis blæðingar auk áverka út um allan líkama í formi mara, marbletta, skráma og sára. Móðir Margrétar var lögð inn á Landspítala nefbrotin, með blæðingu í auga, skurð á eyra og marbletti um allan líkama auk klórfara. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjaness í haust. Sonur hins látna og hálfbróðir Margrétar krefur hana um sex milljónir króna í miskabætur. Þá gerir hann jafnframt þá kröfu að dómurinn svipti hana rétti til arfs eftir föður sinn enda hafi hún ráðið honum bana. Rannsókn á andláti í Garðabæ Garðabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Það var að morgni föstudagsins 11. apríl sem Neyðarlínunni barst símtal frá heimili hér í Súlunesi í Garðabæ. Áttræður karlmaður hafði misst meðvitund á heimili þeirra að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Maðurinn lést, kona hans var lögð með mikla áverka inn á Landspítalann og dóttir þeirra handtekin. Konan, hin 28 ára gamla Margrét Halla Hansdóttir Löf, hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan en var í gær ákærð fyrir að verða föður sínum að bana, gera tilraun til að bana móður sinni og fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Miklu og endurteknu ofbeldi mánuðina á undan er lýst í ákærunni á hendur Margréti. Lá inni á sjúkrahúsi nokkrum dögum fyrr Bæði er um að ræða andlegt ofbeldi þar sem hún fyrirskipaði foreldrum sínum að sitja eða standa á víxl og bannaði þeim að tala við sig á meðan hún beitti hitt foreldrið líkamlegu ofbeldi. Það fólst bæði í höggum í höfuð, andlit og víðar um líkamann en líka spörkum sem leiddu til blæðinga í eyra, glóðurauga og marbletta. Samkvæmt ákærunni þurfti faðir Margrétar að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina. Móðir Margrétar var sömuleiðis fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Aðeins nokkrum dögum fyrir árásina örlagaríku þurfti faðirinn að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sem hann hlaut eftir enn eina árás dóttur sinnar. Stóð yfir í tíu klukkustundir Talið er að ofbeldi Margrétar gagnvart foreldrum sínum daginn afdrifaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Þá á hún að hafa látið hnefahöggin og spörkin dynja á foreldrum sínum. Það var svo á flótta af heimilinu á sjöunda tímanum um morguninn sem faðir hennar örmagnaðist í forstofunni, féll niður og lést skömmu síðar. Hann var með fjölmörg brotin rifbein og miklar innvortis blæðingar auk áverka út um allan líkama í formi mara, marbletta, skráma og sára. Móðir Margrétar var lögð inn á Landspítala nefbrotin, með blæðingu í auga, skurð á eyra og marbletti um allan líkama auk klórfara. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjaness í haust. Sonur hins látna og hálfbróðir Margrétar krefur hana um sex milljónir króna í miskabætur. Þá gerir hann jafnframt þá kröfu að dómurinn svipti hana rétti til arfs eftir föður sinn enda hafi hún ráðið honum bana.
Rannsókn á andláti í Garðabæ Garðabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira