Enski boltinn

Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki á­hrif á leik Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Ekitike spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í dag.
Hugo Ekitike spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í dag. Getty/Nick Taylor

Liverpool er í æfingaferð til Asíu og á að spila æfingarleik við japanska félagið Yokohama í hádeginu. Sá leikur fer fram þótt að það sé flóðbylgjuviðvörun í Japan vegna jarðskjálftans í Rússlandi.

8,8 stiga jarðskjálfta varð fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma en þetta er einn stærsti jarðskjálfti sögunnar.

Viðvaranir hafa meðal annars verið gefnar út í Kaliforníu, Suður-Ameríku, Japan og nokkrum Kyrrahafseyjum.

Blaðamaðurinn James Pearce segir að þessar náttúruhamfarir muni ekki hafa áhrif á leikinn. Almenningsamgöngukerfið er í fullum gangi og ekki talin hætta þar.

Liverpool mætir því Yokohama F. Marinos klukkan 10.30 að íslenskum tíma. Hann fer fram á Nissan Stadium í Yokohama sem er borg rétt fyrir sunnan Tókýó.

Þetta gæti orðið fyrsti leikur Hugo Ekitike fyrir Liverpool en hann keyptur á dögunum fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×