Erlent

Fjórir látnir eftir skot­á­rás á Manhattan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Byssumaðurinn var vopnaður riffli og hóf að skjóta á fólk um leið og hann gekk inn í bygginguna.
Byssumaðurinn var vopnaður riffli og hóf að skjóta á fólk um leið og hann gekk inn í bygginguna. epa/Lloyd Mitchell

Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone.

Byssumaðurinn er sagður hafa gengið inn í bygginguna um klukkan 18.30 að staðartíma, skotið á fjóra, tekið lyftuna upp á 33. hæð og skotið einn til viðbótar. Eftir það er hann sagður hafa svipt sig lífi.

Að sögn yfirlögreglustjórans Jessicu Tisch er óljóst hvað byssumanninum gekk til. Samkvæmt erlendum miðlum hét hann Shane Devon Tamura, var 27 ára og hafði ekið til New York frá Las Vegas með nokkrum stoppum.

Fórnarlömb hans voru lögreglumaðurinn Didarul Islam, 36 ára, tveir aðrir karlmenn og kona. Þá er starfsmaður NFL sagður alvarlega slasaður. Islam var tveggja barna faðir og konan hans komin átta mánuði á leið með þriðja barn þeirra hjóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×