Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 07:31 Cristiano Ronaldo fær lítinn sem engan frið út á almannafæri en stundum gengur fólk alltof langt. Getty/Pau Barrena Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo er á ferðinni í æfingaferð með sádi-arabíska liði sínu í Ölpunum og koma hans til Austurríkis hefur ekki farið framhjá ungum heimamönnum. Börn og aðrir líka hafa fjölmennt að hótelinu sem Al Nassr gistir á. Fullt af fjölskyldum fengu sér sem dæmi herbergi á hótelinu á laugardaginn til að komast nær goðinu. Kronen Zeitung segir frá því að hundruð barna hafi safnast saman á hótelinu. Þetta varð samt fyrst vandamál þegar þessi áhugasömu, forvitnu og æstu börn tóku upp á því að banka á dyrnar á herbergi Ronaldo. Allir vildu hitta hann, fá eiginhandaráritun og jafnvel mynd líka. Hann fékk engan frið ekki einu sinni á herbergi sínu. Der Hype um Cristiano Ronaldo springt in Saalfelden auf ein neues Level. Während Hunderte Fans seit Tagen das Teamhotel belagern, drohte der Megastar bereits mit der Polizei. Die „Krone“ ist von Beginn an im Brandlhof dabei und kennt die Gründe.https://t.co/WM5wc4yseu pic.twitter.com/CpBfKz1RLn— Kronen Zeitung (@krone_at) July 28, 2025 Ronaldo er sagður hafa brugðist mjög illa við því þegar börnin bönkuðu á dyr hótelherbergisins hans og hann er sagður hafa hótað börnunum því að hringja í lögregluna. Austurrískir fjölmiðlar segja frá því að Ronaldo sé með sextán lífverði með sér og að hótelið hafi einnig aukið öryggisgæslu sína. Þrátt fyrir það varð allt vitlaust í æsingnum því allir vildu hitta markahæsta leikmann allra tíma. „Þegar börnin komu inn á hótelið þá voru við ekki nægilega vel staðsettir,“ sagði öryggisvörður við Kronen Zeitung. Það lítur út að menn hafi aðeins sofnað á verðinum. „Ef þeir [Al Nassr] koma aftur á næsta ári þá verðum við að taka allt öðruvísi á þessu. Margir halda að það sé í fínu lagi að biðja um eiginhandaráritun frá eða mynd af sér með Ronaldo bara af því að þú gistir á sama hóteli og hann. Það er ekki svo,“ sagði öryggisvörðurinn. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Börn og aðrir líka hafa fjölmennt að hótelinu sem Al Nassr gistir á. Fullt af fjölskyldum fengu sér sem dæmi herbergi á hótelinu á laugardaginn til að komast nær goðinu. Kronen Zeitung segir frá því að hundruð barna hafi safnast saman á hótelinu. Þetta varð samt fyrst vandamál þegar þessi áhugasömu, forvitnu og æstu börn tóku upp á því að banka á dyrnar á herbergi Ronaldo. Allir vildu hitta hann, fá eiginhandaráritun og jafnvel mynd líka. Hann fékk engan frið ekki einu sinni á herbergi sínu. Der Hype um Cristiano Ronaldo springt in Saalfelden auf ein neues Level. Während Hunderte Fans seit Tagen das Teamhotel belagern, drohte der Megastar bereits mit der Polizei. Die „Krone“ ist von Beginn an im Brandlhof dabei und kennt die Gründe.https://t.co/WM5wc4yseu pic.twitter.com/CpBfKz1RLn— Kronen Zeitung (@krone_at) July 28, 2025 Ronaldo er sagður hafa brugðist mjög illa við því þegar börnin bönkuðu á dyr hótelherbergisins hans og hann er sagður hafa hótað börnunum því að hringja í lögregluna. Austurrískir fjölmiðlar segja frá því að Ronaldo sé með sextán lífverði með sér og að hótelið hafi einnig aukið öryggisgæslu sína. Þrátt fyrir það varð allt vitlaust í æsingnum því allir vildu hitta markahæsta leikmann allra tíma. „Þegar börnin komu inn á hótelið þá voru við ekki nægilega vel staðsettir,“ sagði öryggisvörður við Kronen Zeitung. Það lítur út að menn hafi aðeins sofnað á verðinum. „Ef þeir [Al Nassr] koma aftur á næsta ári þá verðum við að taka allt öðruvísi á þessu. Margir halda að það sé í fínu lagi að biðja um eiginhandaráritun frá eða mynd af sér með Ronaldo bara af því að þú gistir á sama hóteli og hann. Það er ekki svo,“ sagði öryggisvörðurinn.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira