Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2025 19:05 Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna er langþreyttur á ítrekuðum þjófnaði á díselolíu fyrirtækisins. Vísir/Ívar Fannar Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Greint var frá því í dag að þjófur hafi verið gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem þjófurinn var í óðaönn við að tappa díselolíu af bílnum. Lögregla segir að slíkur þjófnaður hafi færst mjög í aukana að undanförnu en um helgina var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri er langþreyttur á ástandinu. Fjöldi annarra fyrirtækja orðið fyrir þjófnaði „Það er búið að taka núna af okkur fyrir rétt rúma milljón í dísel og síðan erum við reyndar búin að fara í aðgerðir til að reyna að sporna við þessu og ná mönnum við verknaðinn,“ segir Arnar. Þjófarnir bökkuðu bíl sínum að flutningabílum fyrirtækisins og töppuðu svo olíu af bílunum. Allt saman náðist á öryggismyndavél og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins nú kært þjófnaðinn til lögreglu. Um er að ræða fimmta skiptið sem Fraktlausnir verða fyrir slíkum þjófnaði á stuttum tíma og segist Arnar telja að heildartapið nemi um þremur milljónum hið minnsta. Hann segist vita af fleiri flutningafyrirtækjum í sömu stöðu, málið hafi verið tilkynnt til lögreglu sem Arnar segist óska að bregðist betur við. „Það eru mörg önnur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu. ég veit um fjögur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu, búin að skila inn kæru, það er svipað og við, það er lítið gert eða gerist lítið.“ Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. Klippa: Milljónatap vegna þjófnaðar og brúsar úti um alla borg „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Lögreglumál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Bílar Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Greint var frá því í dag að þjófur hafi verið gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem þjófurinn var í óðaönn við að tappa díselolíu af bílnum. Lögregla segir að slíkur þjófnaður hafi færst mjög í aukana að undanförnu en um helgina var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri er langþreyttur á ástandinu. Fjöldi annarra fyrirtækja orðið fyrir þjófnaði „Það er búið að taka núna af okkur fyrir rétt rúma milljón í dísel og síðan erum við reyndar búin að fara í aðgerðir til að reyna að sporna við þessu og ná mönnum við verknaðinn,“ segir Arnar. Þjófarnir bökkuðu bíl sínum að flutningabílum fyrirtækisins og töppuðu svo olíu af bílunum. Allt saman náðist á öryggismyndavél og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins nú kært þjófnaðinn til lögreglu. Um er að ræða fimmta skiptið sem Fraktlausnir verða fyrir slíkum þjófnaði á stuttum tíma og segist Arnar telja að heildartapið nemi um þremur milljónum hið minnsta. Hann segist vita af fleiri flutningafyrirtækjum í sömu stöðu, málið hafi verið tilkynnt til lögreglu sem Arnar segist óska að bregðist betur við. „Það eru mörg önnur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu. ég veit um fjögur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu, búin að skila inn kæru, það er svipað og við, það er lítið gert eða gerist lítið.“ Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. Klippa: Milljónatap vegna þjófnaðar og brúsar úti um alla borg „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“
Lögreglumál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Bílar Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20
Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30