Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2025 10:30 Diljá bað ítrekað um myndatöku til að staðfesta beinbrotið. Getty/Manuel Winterberger Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers lenti í leiðindameiðslum í vetur, hún vissi sjálf að eitthvað mikið væri að en læknamistök ollu því að meiðslin urðu lengri en þau hefðu þurft að vera. Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32