Fótbolti

United aftur á sigur­braut

Siggeir Ævarsson skrifar
Matheus Cunha lék sinn annan leik í United treyju í gær
Matheus Cunha lék sinn annan leik í United treyju í gær Vísir/Getty

Manchester United fer vel af stað í ensku sumardeildinni en liðið lagði West Ham 2-1 í gærkvöldi.

Bruno Fernandes skoraði bæði mörk United í gær, það fyrra úr víti. Jarrod Bowen minnkaði muninn í 2-1 með glæsilegu marki á 63. mínútu og þar við sat en bæði lið gerðu fjölmargar skiptingar í kjölfarið á marki West Ham.

Þrátt fyrir að um æfingaleik hafi verið að ræða var mætingin á völlinn gríðarlega góð, raunar sú mesta á fótboltaleik í Bandaríkjunum á þessu ári þrátt fyrir að heimsmeistaramót félagsliða sé nýafstaðið þar í landi.

Fyrra metið var sett í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, þar sem 81.118 áhorfendur mættu en í gær voru 82.566 áhorfendur mættir í stúkuna á MetLife vellinum í New Jersey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×