Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2025 20:02 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, hrósaði stuðningsmönnum liðsins eftir 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. „Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik og fá töluvert fleiri færi og möguleika til þess að skora. Breiðablik er með öflugt lið og hér eru að mætast tvo lið sem nálgast leikinn á ekki ósvipaðann hátt. Menn lögðu allt í þetta og síðan er umgjörðin, stemningin og mætingin, enn eina ferðina sýna stuðningsmenn KR að þeir eru albestu stuðningsmenn á Íslandi.“ Mætingin er sú mesta á leik KR-inga það sem af er sumri. 3107 manns gerðu sér ferð á leikinn og var stemningin á leiknum frábær. „Ég myndi halda að mætingin sé með þeim mestu í manna minnum, það er frábært og sýnir þessa trú á því sem við erum að gera hérna.“ Amin Cosic nýr leikmaður KR-inga var spilaður í vinstri bakverði sem kom fólki eflaust á óvart. „Hann spilaði vinstri bakvörð þegar Valgeir Valgeirsson var kominn upp sem hægri kantur. Við vorum maður á mann bæði lið og vissulega þurfti hann að leysa það hlutverk sem hann var ekki fengin til að gera, liggja til baka í varnarlínu og verja svæðið á bakvið sig en hann gerði það vel. Ég var gríðarlega ánægður með það sem hann kom með að borðinu, kannski akkúrat það sem okkur hefur vantað sem er að hafa menn úti á vængjunum sem að eru öflugir einn á móti einum og geta unnið stöðuna einn á móti einum á litlu svæði. Hann á eftir að komast betur og betur inn í þetta og tengjast leikmönnunum og þá verður hann ennþá betri.“ Jóhannes Kristinn Bjarnason var ekki með liðinu þegar það heimsótti Skagamenn í síðustu umferð Bestu deildarinnar en þá var hann að skoða sig um hjá ítalska liðinu Pro Vercelli en að lokum samdi Jóhannes ekki við þá. „Það er ekkert á borðinu en það er ljóst að hann hafi áhuga á því að fara erlendis og það eru lið sem eru áhugasöm um hann en á meðan það er ekkert í hendi þá er hann leikmaður KR.“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Sjá meira
„Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik og fá töluvert fleiri færi og möguleika til þess að skora. Breiðablik er með öflugt lið og hér eru að mætast tvo lið sem nálgast leikinn á ekki ósvipaðann hátt. Menn lögðu allt í þetta og síðan er umgjörðin, stemningin og mætingin, enn eina ferðina sýna stuðningsmenn KR að þeir eru albestu stuðningsmenn á Íslandi.“ Mætingin er sú mesta á leik KR-inga það sem af er sumri. 3107 manns gerðu sér ferð á leikinn og var stemningin á leiknum frábær. „Ég myndi halda að mætingin sé með þeim mestu í manna minnum, það er frábært og sýnir þessa trú á því sem við erum að gera hérna.“ Amin Cosic nýr leikmaður KR-inga var spilaður í vinstri bakverði sem kom fólki eflaust á óvart. „Hann spilaði vinstri bakvörð þegar Valgeir Valgeirsson var kominn upp sem hægri kantur. Við vorum maður á mann bæði lið og vissulega þurfti hann að leysa það hlutverk sem hann var ekki fengin til að gera, liggja til baka í varnarlínu og verja svæðið á bakvið sig en hann gerði það vel. Ég var gríðarlega ánægður með það sem hann kom með að borðinu, kannski akkúrat það sem okkur hefur vantað sem er að hafa menn úti á vængjunum sem að eru öflugir einn á móti einum og geta unnið stöðuna einn á móti einum á litlu svæði. Hann á eftir að komast betur og betur inn í þetta og tengjast leikmönnunum og þá verður hann ennþá betri.“ Jóhannes Kristinn Bjarnason var ekki með liðinu þegar það heimsótti Skagamenn í síðustu umferð Bestu deildarinnar en þá var hann að skoða sig um hjá ítalska liðinu Pro Vercelli en að lokum samdi Jóhannes ekki við þá. „Það er ekkert á borðinu en það er ljóst að hann hafi áhuga á því að fara erlendis og það eru lið sem eru áhugasöm um hann en á meðan það er ekkert í hendi þá er hann leikmaður KR.“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Sjá meira