Enski boltinn

Enski kvenna­boltinn leyfir á­fengi á áhorf­endapöllunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucia Garcia, leikmaður Manchester United fagnar sigri í enska bikarnum í fyrra en United er meðal þeirra félaga sem opna fyrir áfengisdrykkju á pöllunum.
Lucia Garcia, leikmaður Manchester United fagnar sigri í enska bikarnum í fyrra en United er meðal þeirra félaga sem opna fyrir áfengisdrykkju á pöllunum. Getty/Charlotte Tattersall

Chelsea, Arsenal, Manchester United og Manchester City eru öll í hópi þeirra félaga sem ætla að opna fyrir áfengisdrykkju áhorfenda upp í stúku á leikjum kvennaliða félaganna á komandi tímabili.

Áfengi er bannað í áhorfendastúkum á leikjum karlaliðanna í enska boltanum en sömu reglur gilda ekki um kvennaliðin.

Nú tekur enska kvennadeildina stærra skref en í fyrravetur þegar tilraun var gerð með að opna fyrir áfengisdrykkju hjá tveimur félögum í ensku b-deildinni. 

Nú verður haldið áfram þessar tilraunastarfsemi með því að prófa þetta líka hjá félögum í efstu deild. Breska ríkisútvarpið segir frá.

Tilraunin hefur gengið það vel að ákveðið var að halda áfram með hana og fjölga liðum sem taka þátt.

Félögin sjálf ráða því á hversu mörgum leikjum þeirra verður opið fyrir áfengisdrykkju á áhorfendapöllunum.

Samkvæmt könnun sem var gerð í tengslum við þessa tilraun þá voru 66 prósent svaranda ánægðir með þessa nýbreytni en alls svöruðu 51 þúsund manns könnuninni.

Liðin sem taka þátt í ensku úrvalsdeildinni eru eftirtalin: Arsenal, Chelsea, Everton, Liverpool, London City Lionesses, Manchester City og Manchester United. Auk þess munu þessi lið úr b-deildinni einnig prófa sig áfram með þetta: Birmingham City, Bristol City, Crystal Palace, Newcastle United, Sheffield United, Sunderland og Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×