Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:09 Stjórnarandstaðan sakar Selenskí um að grafa undan lýðræðinu. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með yfirmönnum lögreglu- og spillingarrannsóknarembættum landsins í gær eftir að umdeild lög voru samþykkt á þinginu. Hann segist ekki daufheyrast við mótmælum þjóðarinnar sem óttast um lýðræðið í stríðshrjáðu landinu. Hann heitir úrbótum á næstu tveimur vikum. Greint var frá því í gær að Selenskí forseti og ríkisstjórn hans stæði hefðu samþykkt löggjöf sem gerði í raun út af við sjálfstæði embætta sem rannsaka og sækja æðstu embættismenn landsins fyrir spillingu. Er þetta gert undir yfirskini þess að stemma stigu við rússnesk áhrif í stjórnsýslunni en stjórnarandstaðan segir lögin viðbragð við spillingarransóknum á hendur nánustu samstarfsmönnum forsetans. Áhrif á Evrópusambandsaðild Í gær og í fyrradag fylktust Úkraínumenn á götur út til að mótmæla frumvarpinu og krefjast þess að Selenskí beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að það yrði að lögum. Þessu ákalli varð hann ekki við. Leiðtogar í Evrópu brugðust ókvæða við og hafa hvatt Selenskí og ríkisstjórn að endurskoða lögin. Ursula von der Leyen kvaðst vera með böggum hildar vegna málsins sem hún telur afturför. Embættismenn Evrópusambandins segja afturför í spillingu í úkraínskum stjórnmálum einnig geta aftrað því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu. Eftir fund sinn með löggæslu- og ákæruvaldsembættum, sem heyra nú undir ríkissaksóknara og þar með Selenskí sjálfan, segir hann að í bígerð séu úrbætur sem ætlað er að tryggja gagnsæi og endurheimta traust þjóðarinnar. Hann hyggst þó ekki veita spillingarrannsókarembættum sjálfstæði frá framkvæmdarvaldinu. Meintir rússneskir útsendarar Téðan fund sóttu fulltrúar NABU, sérstök stofnun sem annast rannsóknir á spillingu innan embættismannastéttarinnar, embættis sérstaks saksóknara í spillingarmálum, úkraínsku leyniþjónustunnar og embættis ríkissaksóknara meðal annarra. Embættin tvö sem heyra nú undir ríkissaksóknara hafa mótmælt lagabreytingunni og segja hana grafa undan gagnsæi stjórnsýslunnar. „Við heyrum hvað samfélagið segir. Við sjáum hvað það er sem fólkið ætlast af stofnunum ríkisins - að sanngirni sé gætt og að hver stofnun starfi eins og henni er skylt,“ segir Selenskí í ávarpi í kjölfar fundarins. „Við ræddum nauðsynlegar breytingar á sviði stjórnsýslu og laga sem styrkja starf hverrar stofnunar fyrir sig, leysi úr fyrirliggjandi flækjum og geri út af við ógnir sem að steðja,“ segir hann. Hann tilkynnti jafnframt að til stæði að leggja nýtt frumvarp fyrir úkraínska þingið til að „tryggja styrk löggæslukerfisins og varðveita „allar venjur í sjálfstæðu spillingarrannsóknarvaldi.“ Selenskí hefur gert mikið úr meintum rússneskum útsendurum innan stofnananna og réðst meðal annars nýlega í víðtæka húsleit á skrifstofum embættanna. Samvkæmt umfjöllun Kyiv Independent og annarra úkraínska miðla fær ekki staðist að löggjöfin hafi neitt að gera með rússnesk áhrif. Úkraína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Greint var frá því í gær að Selenskí forseti og ríkisstjórn hans stæði hefðu samþykkt löggjöf sem gerði í raun út af við sjálfstæði embætta sem rannsaka og sækja æðstu embættismenn landsins fyrir spillingu. Er þetta gert undir yfirskini þess að stemma stigu við rússnesk áhrif í stjórnsýslunni en stjórnarandstaðan segir lögin viðbragð við spillingarransóknum á hendur nánustu samstarfsmönnum forsetans. Áhrif á Evrópusambandsaðild Í gær og í fyrradag fylktust Úkraínumenn á götur út til að mótmæla frumvarpinu og krefjast þess að Selenskí beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að það yrði að lögum. Þessu ákalli varð hann ekki við. Leiðtogar í Evrópu brugðust ókvæða við og hafa hvatt Selenskí og ríkisstjórn að endurskoða lögin. Ursula von der Leyen kvaðst vera með böggum hildar vegna málsins sem hún telur afturför. Embættismenn Evrópusambandins segja afturför í spillingu í úkraínskum stjórnmálum einnig geta aftrað því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu. Eftir fund sinn með löggæslu- og ákæruvaldsembættum, sem heyra nú undir ríkissaksóknara og þar með Selenskí sjálfan, segir hann að í bígerð séu úrbætur sem ætlað er að tryggja gagnsæi og endurheimta traust þjóðarinnar. Hann hyggst þó ekki veita spillingarrannsókarembættum sjálfstæði frá framkvæmdarvaldinu. Meintir rússneskir útsendarar Téðan fund sóttu fulltrúar NABU, sérstök stofnun sem annast rannsóknir á spillingu innan embættismannastéttarinnar, embættis sérstaks saksóknara í spillingarmálum, úkraínsku leyniþjónustunnar og embættis ríkissaksóknara meðal annarra. Embættin tvö sem heyra nú undir ríkissaksóknara hafa mótmælt lagabreytingunni og segja hana grafa undan gagnsæi stjórnsýslunnar. „Við heyrum hvað samfélagið segir. Við sjáum hvað það er sem fólkið ætlast af stofnunum ríkisins - að sanngirni sé gætt og að hver stofnun starfi eins og henni er skylt,“ segir Selenskí í ávarpi í kjölfar fundarins. „Við ræddum nauðsynlegar breytingar á sviði stjórnsýslu og laga sem styrkja starf hverrar stofnunar fyrir sig, leysi úr fyrirliggjandi flækjum og geri út af við ógnir sem að steðja,“ segir hann. Hann tilkynnti jafnframt að til stæði að leggja nýtt frumvarp fyrir úkraínska þingið til að „tryggja styrk löggæslukerfisins og varðveita „allar venjur í sjálfstæðu spillingarrannsóknarvaldi.“ Selenskí hefur gert mikið úr meintum rússneskum útsendurum innan stofnananna og réðst meðal annars nýlega í víðtæka húsleit á skrifstofum embættanna. Samvkæmt umfjöllun Kyiv Independent og annarra úkraínska miðla fær ekki staðist að löggjöfin hafi neitt að gera með rússnesk áhrif.
Úkraína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira