Viðskipti innlent

Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði

Eiður Þór Árnason skrifar
Allur húsakostur og rekstur hefur verið seldur.
Allur húsakostur og rekstur hefur verið seldur.

Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu.

Þetta segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, í samtali við Vísi. Fleiri en einn aðili hafi sýnt eignunum áhuga en hótelið er staðsett í miðju gamla þorpinu í Flatey.

Gengið var frá kaupsamningi í lok janúar. Hótelið sjálft sem heitir Stóra pakkhús er byggt árið 1908 en auk þess er um að ræða Samkomuhúsið, byggt árið 1900, og Eyjólfspakkhús frá 1908. Árið 2019 voru svo byggð starfsmannahús ásamt geymslu og bílskúr. Alls er um að ræða 678,3 fermetra.

Eignirnar hafa verið í eigu Minjaverndar frá árinu 2007 sem hefur staðið að umfangsmikilli endurbyggingu húsanna. Endurbótum eldri húsanna lauk á árunum 2003 til 2007 og 2018 voru  þá voru byggð hús þar sem starfsmenn gætu gist. Húsin voru áður í eigu Flateyjarhrepps sem fékk þau úr þrotabúi gamla Íslandsbanka.

Hreppurinn átti forkaupsrétt að eignunum en sveitarstjórn tók þá ákvörðun að nýta sér hann ekki.

Stórapakkhús heitir hótelbyggingin sjálf og er 291,6 fermetrar.
Í kjallara hótelbyggingarinnar er þessi fallegi bar.
Samkomuhúsið var byggt árið 1900 og er skráð rúmlega hundrað fermetrar.
Húsin eru timburvirki frá fyrri velmegunartímum eyjunnar og hafa flest verið endurreist í sínum upprunalega stil.

Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×