Lífið

Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Allur húsakostur og rekstur Hótel Flatey í Breiðarfirði hefur verið settur á sölu. 
Allur húsakostur og rekstur Hótel Flatey í Breiðarfirði hefur verið settur á sölu. 

Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 

Samkvæmt fasteignavef Vísis er um að ræða fjögur hús og bílskúr/geymslu.  

Húsin hafa öll verið endurbyggð í því sem næst upprunalegum stíl en hótelið er staðsett í miðju gamla þorpsins í Flatey. Lokið var við endurbyggingu eldri húsanna á árunum 2003-2007.

Hótelið sjálft sem heitir Stóra pakkhús er byggt árið 1908, Samkomuhúsið, árið 1900 og Eyjólfspakkhús 1908. Árið 2019 voru svo byggð starfsmannahús ásamt geymslu og bílskúr. 

Nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis. 

Stórapakkhús heitir hótelbyggingin sjálf og er 291,6 fermetrar. 
Fallegt útsýni yfir Breiðafjörðinn. 
Stóra pakkhús var byggt árið 1908 en lokið var við endurbyggingu 2003 - 2007. 

Samkomuhúsið var byggt árið 1900 og er skráð rúmlega hundrað fermetrar. 
Allur rekstur hótelsins er einnig til sölu en í kjallara hótelbyggingarinnar er þessi fallegi bar.
Húsin eru timburvirki frá fyrri velmegunartímum eyjunnar og hafa felst verið endurreist í sínum upprunalega stil. Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.