Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:15 Sundið nemur 34 kílómetrum og er ein vinsælasta þrekraun reyndra sundkappa heims. Vísir/Samsett Sigurgeir Svanbergsson lærði að synda skriðsund á YouTube fyrir fáeinum árum en syndir Ermarsundið í fyrramálið. Hann hefur verið veðurtepptur í Dover undanfarna daga en hann hefur aðeins vikuglugga til að klára þrekvirkið. Fréttastofa sló á þráðinn til hans á hóteli í Dover en enn blæs hann aðeins of mikið til að láta vaða. Veðrið hefur leikið hann grátt undanfarna daga þó það teldist mikil blíða á Íslandi. Á morgun eru horfur fyrir logn, loksins, og Sigurgeir stefnir á að synda til Frakklands klukkan sjö í fyrramálið að staðartíma, sex að íslenskum. Kveðst ekki vera mikill sundmaður Sigurgeir Svanbergsson er 35 ára og búsettur á Eskifirði. Hann hefur ekki verið sjósundskappi ýkja lengi og raunar segist hann sjálfur ekki líta á sig sem mikinn sundmann. Með sundinu safnar hann fyrir Píetasamtökin og er markmiðið að vekja athygli á starfsemi Píeta og að safna heitum til húsnæðiskaupa fyrir samtökin. Hvernig getur það verið að maður sem syndir þvert yfir Ermarsund í fyrramálið kveðst ekki vera mikill sundmaður? „Ég er búinn að taka svolítið af sundum við Íslandsstrendur en fyrsta sundið sem ég tók þá kunni ég ekki einu sinni að synda skriðsund. Það var árið 2021,“ segir Sigurgeir þar sem hann snæddi hádegisverð á hótelinu sem hann dvelur á í Dover. Sigurgeir stefnir að því að ná til Frakklandsstrandar seint annað kvöld.Vísir/Hjalti Dagurinn í dag er hvíldardagur að hans sögn en allt er til reiðu fyrir morgundaginn. Hann segir hann blaðamanni frá grettistökum hinn auðmjúkasti. „Svo langaði mig að synda frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands og þá var mér bent á að ég þyrfti að kunna skriðsund vegna straumanna þar. Þannig að ég fór á YouTube og lærði grunnatriðin. Ég hélt ég væri orðinn svaka skriðsundsmaður og djöflaðist þarna yfir frá Vestmannaeyjum. Þá heyrði gamall félagi minn í mér og sagði að þetta hefði verið flott en að ég hefði gert allt vitlaust hvað tækni varðar,“ segir Sigurgeir. Þrumuveður setti strik í reikninginn Sigurgeir hefur beðið í þrjú ár eftir að fá að leggja í hann en það er talsverð eftirspurn sumar hvert eftir Ermarsundsferðum. Hann segist hafa reynt að koma sér að upp á eigin spýtur en að það hafi ekki gengið eftir óskum. Það var þá sem hann hafði samband við Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur, fyrstu íslensku konuna til að synda ein yfir Ermarsundið, sem aðstoðaði hann við undirbúninginn. Hann hefur aðallega synt við Íslandsstrendur en nú leggur hann upp í stærstu áskorun sína hingað til.Aðsend Þegar undirbúningnum loks lauk og allt var til reiðu tók þó biðin við. Sigurgeir kom til Englands sextánda júlí og til stóð að leggja af stað til Frakklands sunnudaginn síðasta. Þá var hins vegar þrumuveður yfir sundinu. Það stefndi mögulega í að hann þyrfti að hætta við sundið enda fá sundkappar aðeins vikuglugga hvert sumar til að láta vaða en á morgun á loks að lægja. Því er ekki eftir neinu að bíða. „Ég er búinn að stilla mig inn á tuttugu klukkutíma en það er aukaatriði fyrir mér. Ég ætla að komast yfir, það er aðalmálið,“ segir Sigurgeir. Hesthúsar grjónagraut á leiðinni Sjálft sundið er ansi fábreytilegt. Það felst bara í taki á eftir taki þangað til áfangastað er náð. Hann eltir lítið skip sem sér honum jafnvel fyrir mat. Hann segist ætla að taka sér fimmtán sekúndna pásur frá sundinu til að hesthúsa hitaeiningum í formi eins konar grjónagrauts. Hann miðar að því að ná að Frakklandsströndum um miðja nótt og því verður kolniðamyrkur. Sigurgeir segir það ekki hræða sig, hitt þó heldur. Sigurgeir er tiltölulegur græningi í sjósundinu.Aðsend „Ég held meira að segja að það sé örlítið auðveldara í myrkri. Því að þegar maður sér ströndina hinum megin er það svo mikil blekking. Maður heldur að maður sé að nálgast en maður á kannski fleiri kílómetra eftir,“ segir hann. Líkt og fyrr segir safnar Sigurgeir heitum fyrir Píetasamtökin á meðan sundinu stendur og jafnframt verður hægt að fylgjast með sundinu í beinni á síðu hans á Instagram Til hvers að sigla? Hægt er að heita á Sigurgeir með því að smella hér. Sund Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fréttastofa sló á þráðinn til hans á hóteli í Dover en enn blæs hann aðeins of mikið til að láta vaða. Veðrið hefur leikið hann grátt undanfarna daga þó það teldist mikil blíða á Íslandi. Á morgun eru horfur fyrir logn, loksins, og Sigurgeir stefnir á að synda til Frakklands klukkan sjö í fyrramálið að staðartíma, sex að íslenskum. Kveðst ekki vera mikill sundmaður Sigurgeir Svanbergsson er 35 ára og búsettur á Eskifirði. Hann hefur ekki verið sjósundskappi ýkja lengi og raunar segist hann sjálfur ekki líta á sig sem mikinn sundmann. Með sundinu safnar hann fyrir Píetasamtökin og er markmiðið að vekja athygli á starfsemi Píeta og að safna heitum til húsnæðiskaupa fyrir samtökin. Hvernig getur það verið að maður sem syndir þvert yfir Ermarsund í fyrramálið kveðst ekki vera mikill sundmaður? „Ég er búinn að taka svolítið af sundum við Íslandsstrendur en fyrsta sundið sem ég tók þá kunni ég ekki einu sinni að synda skriðsund. Það var árið 2021,“ segir Sigurgeir þar sem hann snæddi hádegisverð á hótelinu sem hann dvelur á í Dover. Sigurgeir stefnir að því að ná til Frakklandsstrandar seint annað kvöld.Vísir/Hjalti Dagurinn í dag er hvíldardagur að hans sögn en allt er til reiðu fyrir morgundaginn. Hann segir hann blaðamanni frá grettistökum hinn auðmjúkasti. „Svo langaði mig að synda frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands og þá var mér bent á að ég þyrfti að kunna skriðsund vegna straumanna þar. Þannig að ég fór á YouTube og lærði grunnatriðin. Ég hélt ég væri orðinn svaka skriðsundsmaður og djöflaðist þarna yfir frá Vestmannaeyjum. Þá heyrði gamall félagi minn í mér og sagði að þetta hefði verið flott en að ég hefði gert allt vitlaust hvað tækni varðar,“ segir Sigurgeir. Þrumuveður setti strik í reikninginn Sigurgeir hefur beðið í þrjú ár eftir að fá að leggja í hann en það er talsverð eftirspurn sumar hvert eftir Ermarsundsferðum. Hann segist hafa reynt að koma sér að upp á eigin spýtur en að það hafi ekki gengið eftir óskum. Það var þá sem hann hafði samband við Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur, fyrstu íslensku konuna til að synda ein yfir Ermarsundið, sem aðstoðaði hann við undirbúninginn. Hann hefur aðallega synt við Íslandsstrendur en nú leggur hann upp í stærstu áskorun sína hingað til.Aðsend Þegar undirbúningnum loks lauk og allt var til reiðu tók þó biðin við. Sigurgeir kom til Englands sextánda júlí og til stóð að leggja af stað til Frakklands sunnudaginn síðasta. Þá var hins vegar þrumuveður yfir sundinu. Það stefndi mögulega í að hann þyrfti að hætta við sundið enda fá sundkappar aðeins vikuglugga hvert sumar til að láta vaða en á morgun á loks að lægja. Því er ekki eftir neinu að bíða. „Ég er búinn að stilla mig inn á tuttugu klukkutíma en það er aukaatriði fyrir mér. Ég ætla að komast yfir, það er aðalmálið,“ segir Sigurgeir. Hesthúsar grjónagraut á leiðinni Sjálft sundið er ansi fábreytilegt. Það felst bara í taki á eftir taki þangað til áfangastað er náð. Hann eltir lítið skip sem sér honum jafnvel fyrir mat. Hann segist ætla að taka sér fimmtán sekúndna pásur frá sundinu til að hesthúsa hitaeiningum í formi eins konar grjónagrauts. Hann miðar að því að ná að Frakklandsströndum um miðja nótt og því verður kolniðamyrkur. Sigurgeir segir það ekki hræða sig, hitt þó heldur. Sigurgeir er tiltölulegur græningi í sjósundinu.Aðsend „Ég held meira að segja að það sé örlítið auðveldara í myrkri. Því að þegar maður sér ströndina hinum megin er það svo mikil blekking. Maður heldur að maður sé að nálgast en maður á kannski fleiri kílómetra eftir,“ segir hann. Líkt og fyrr segir safnar Sigurgeir heitum fyrir Píetasamtökin á meðan sundinu stendur og jafnframt verður hægt að fylgjast með sundinu í beinni á síðu hans á Instagram Til hvers að sigla? Hægt er að heita á Sigurgeir með því að smella hér.
Sund Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent