Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júlí 2025 20:06 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefur lítið fyrir málflutning stjórnarandstöðunnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira