„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 19:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira