Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2025 15:24 Níu karlmenn í merktum peysum á vappinu á Ingólfstorgi. Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. Myndir af svartklæddum karlmönnum á göngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldið hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum og vakið spurningar. Hópurinn kallar sig Skjöld Íslands og vara við múslimskum gildum, fólki sem níðist á samfélaginu hér á landi og lýsi í raun yfir stríði með aðferðum sínum. „Við erum einstaklingar sem stíga fram því okkur er nóg boðið og sjáum að stjórnvöld ætla sér allt aðra hluti en það að standa vörð um Ísland. Þjóðin hefur horft uppá skelfilega þróun í samfélaginu. Þessari þróun þarf að breyta og hún er aðeins möguleg með því að þora að stíga fram,“ segir í yfirlýsingu frá Skildi Íslands. Samnefndur Facebook-hópur telur nú um fimm hundruð manns. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands á föstudagskvöldið. Í færslu sem nokkrir meðlimir hópsins deila segja þeir frá því að á föstudagskvöldið hafi þeir tekið sig nokkrir saman og fylgt eftir nýlegri hugmynd. Þeir snæddu steik og gengu svo niður Laugaveginn til móts við Ingólfstorg. Tilefnið var að taka stöðuna á leigubílamarkaðnum og sannreyna ýmsar ábendingar. „Af okkur stafar engin ógn“ „Fljótlega eftir að við komum niður í bæ fylltist Ingólfstorg af lögreglu. Við félagarnir vorum saman komnir í hálfgert foreldratölt. Til að einkenna okkur þá erum við í peysum, en við köllum okkur Skildi Íslands. Við áttum ágætt samtal við lögregluna og útskýrðum veru okkar og þeirri friðsemd sem við erum með. Af okkur stafar engin ógn,“ segir í færsluna. Þeir hafi hitt fyrir Friðrik Einarsson leigubílstjóra, betur þekktur sem Taxý Hönter, sem deilir reglulega myndbandsupptökur á Facebook af erlendum leigubílstjórum. Lögregla við eftirlit á Ingólfstorgi.Vísir/KTD „Sem komast upp með ótrúlegt hátterni og lítið sem ekkert er gert og hafa sumir áreitt og nauðgað stúlkum sem töldu sig geta treyst leigubílstjórum. Sumir af þessum aðilum hafa ekki tilskilin leyfi til leigubílaaksturs en komast þrátt fyrir það upp með það hátterni. Við höfum heyrt ótal sögur um verðlagningu og svik þessara manna.“ Í raun séu þessir menn búnir að eyðileggja margra áratuga mannorð leigubílaiðnaðarins. Lygilegur sofandaháttur „Við sáum dæmi um leigubíl sem ekki hafði tilskyld leyfi. Leigubílstjórinn, sem vakið hefur máls á þessari svörtu hlið, lét lögregluna vita. Við töldum að þarna væri gott eftirlit og ferli komið í gang. En svo virtist ekki vera a.m.k. þarna því lögreglumenn, sem fengu vitneskju um málið, sinntu því ekki. Þessi sofandaháttur er lygilegur og við sáum það þarna.“ Þeir lýsa því að síðar um kvöldið hafi þeir tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi. Myndband af manninum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hér er sveðjumaður á Ingólfstorgi að leika listir sínar í gærkvöldi. Lögreglan virðist ekki kippa sér upp við þetta.En ekki gleyma því að það er að sjálfsögðu mjög óeðlilegt að telja þennan nýja veruleika að einhverju leiti óeðlilegan.Í því felst jú umburðarlyndið. pic.twitter.com/BaEbJsYgP9— Thorarinn Hjartarson (@TotiHjartar) July 19, 2025 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og Vísir fjallaði um árið 2024 þar sem hann var að kenna börnum að verjast árásum ofbeldismanna í Kópavogi. „Greinilega var maðurinn veikur á geði því hann dansaði um og sveiflaði þessu sverði um allt torgið. En þá komu tveir lögreglumenn á bifhjólum og keyrðu framhjá manninum sem var með sverðið á lofti. Án þess að sjá hann eða taka eftir honum lögðu þeir hjólunum á torginu. Það sem við héldum að væri viðbragð vegna mannsins með sverðið var allt annað. Þeir virtust vera uppteknir með að fylgjast með hættulegu mönnunum í peysunum - okkur. Þeir sýndu að mínu mati algjört dómgreindarleysi,“ segir í færslunni. Lögregla hafi ekki rætt við mann með sverð Eftir um 15 mínútur án þess að gera nokkuð, þó ekki nema að ræða við manninn, hafi lögreglan ekið í burtu. „Enginn af þeim tékkaði á þessum sverðamanni eða hvort þetta sverð væri hættulegt. Þetta var ótrúlegt að sjá. Ég verð að segja að við vorum búnir að heyra um þetta aðgerðarleysi hjá lögreglunni. En núna á ég ekki orð yfir viðbrögðum lögreglunnar.“ Þeir segjast þekkja fórnarlömb nauðgunar sem þori ekki að stíga fram, fólk sem hafi verið elt heim til sín og konur neyðst til að taka strætó eftir að hafa verið slegnar upp úr þurru eða uppnefndar. Leigubílar í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/KTD „Og þegar þær hafa leitað til lögreglu þá er oft erfitt að fá hjálp. Þetta á ekki að vera svona. Ég spyr því: Hvenær er komið nóg? Við félagarnir köllum okkur Skjöldur Íslands. Við erum ekki hættir og erum rétt að byrja. Við gefumst aldrei upp! Við erum menn sem erum ekki hræddir við að vera kallaðir rasistar eða hægri öfgamenn eða að fortíð okkar sé dregin upp og reynt er að drepa mannorð okkar. Við erum ekki hræddir! Að ógna konum og börnum er ekki í boði!“ Meðlimir með langan sakaferil að baki Meðal þeirra sem standa vaktina hjá skildi Íslands eru menn sem hafa hlotið þunga dóma fyrir ofbeldisbrot, bankarán og skotárásir. Í yfirlýsingu frá Skildi Íslands segir að ýmsir fjölmiðlar hafi haft samband til að forvitnast um tilgang félagsskapsins. „Við höfum sagt það áður og endurtökum það hér: Við erum búnir að fá nóg af stefnu stjórnvalda í andvaraleysi með stjórnleysið og ruddaskapinn sem er m.a. með málefni leigubílstjóra sem aka hér um og eru leyfislausir, stela af fólki vegna verða sem á sér engin stoð í verðlagningu leigubíla og það að menn hafi nánast komist upp með það að brjóta á farþegum sínum - dæmin eru ótalmörg!“ Vissu að fortíðin yrði rifjuð upp Þeir segjast hafa vitað að fortíð þeirra yrði dregin upp. „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd,“ segir í yfirlýsingunni. „Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“ Félagar í Skildi Íslands hafa ýmist ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu eða hafnað beiðni um viðtal. Óljóst er hvernig samtökin ætla að standa vaktina, þ.e. hvort um sé að ræða eins konar foreldrarölt eða hvort félagsskapurinn ætli að taka lögin í sínar eigin hendur. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Yfirlýsingin frá Skildi Íslands. Lögreglumál Reykjavík Leigubílar Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Myndir af svartklæddum karlmönnum á göngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldið hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum og vakið spurningar. Hópurinn kallar sig Skjöld Íslands og vara við múslimskum gildum, fólki sem níðist á samfélaginu hér á landi og lýsi í raun yfir stríði með aðferðum sínum. „Við erum einstaklingar sem stíga fram því okkur er nóg boðið og sjáum að stjórnvöld ætla sér allt aðra hluti en það að standa vörð um Ísland. Þjóðin hefur horft uppá skelfilega þróun í samfélaginu. Þessari þróun þarf að breyta og hún er aðeins möguleg með því að þora að stíga fram,“ segir í yfirlýsingu frá Skildi Íslands. Samnefndur Facebook-hópur telur nú um fimm hundruð manns. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands á föstudagskvöldið. Í færslu sem nokkrir meðlimir hópsins deila segja þeir frá því að á föstudagskvöldið hafi þeir tekið sig nokkrir saman og fylgt eftir nýlegri hugmynd. Þeir snæddu steik og gengu svo niður Laugaveginn til móts við Ingólfstorg. Tilefnið var að taka stöðuna á leigubílamarkaðnum og sannreyna ýmsar ábendingar. „Af okkur stafar engin ógn“ „Fljótlega eftir að við komum niður í bæ fylltist Ingólfstorg af lögreglu. Við félagarnir vorum saman komnir í hálfgert foreldratölt. Til að einkenna okkur þá erum við í peysum, en við köllum okkur Skildi Íslands. Við áttum ágætt samtal við lögregluna og útskýrðum veru okkar og þeirri friðsemd sem við erum með. Af okkur stafar engin ógn,“ segir í færsluna. Þeir hafi hitt fyrir Friðrik Einarsson leigubílstjóra, betur þekktur sem Taxý Hönter, sem deilir reglulega myndbandsupptökur á Facebook af erlendum leigubílstjórum. Lögregla við eftirlit á Ingólfstorgi.Vísir/KTD „Sem komast upp með ótrúlegt hátterni og lítið sem ekkert er gert og hafa sumir áreitt og nauðgað stúlkum sem töldu sig geta treyst leigubílstjórum. Sumir af þessum aðilum hafa ekki tilskilin leyfi til leigubílaaksturs en komast þrátt fyrir það upp með það hátterni. Við höfum heyrt ótal sögur um verðlagningu og svik þessara manna.“ Í raun séu þessir menn búnir að eyðileggja margra áratuga mannorð leigubílaiðnaðarins. Lygilegur sofandaháttur „Við sáum dæmi um leigubíl sem ekki hafði tilskyld leyfi. Leigubílstjórinn, sem vakið hefur máls á þessari svörtu hlið, lét lögregluna vita. Við töldum að þarna væri gott eftirlit og ferli komið í gang. En svo virtist ekki vera a.m.k. þarna því lögreglumenn, sem fengu vitneskju um málið, sinntu því ekki. Þessi sofandaháttur er lygilegur og við sáum það þarna.“ Þeir lýsa því að síðar um kvöldið hafi þeir tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi. Myndband af manninum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hér er sveðjumaður á Ingólfstorgi að leika listir sínar í gærkvöldi. Lögreglan virðist ekki kippa sér upp við þetta.En ekki gleyma því að það er að sjálfsögðu mjög óeðlilegt að telja þennan nýja veruleika að einhverju leiti óeðlilegan.Í því felst jú umburðarlyndið. pic.twitter.com/BaEbJsYgP9— Thorarinn Hjartarson (@TotiHjartar) July 19, 2025 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og Vísir fjallaði um árið 2024 þar sem hann var að kenna börnum að verjast árásum ofbeldismanna í Kópavogi. „Greinilega var maðurinn veikur á geði því hann dansaði um og sveiflaði þessu sverði um allt torgið. En þá komu tveir lögreglumenn á bifhjólum og keyrðu framhjá manninum sem var með sverðið á lofti. Án þess að sjá hann eða taka eftir honum lögðu þeir hjólunum á torginu. Það sem við héldum að væri viðbragð vegna mannsins með sverðið var allt annað. Þeir virtust vera uppteknir með að fylgjast með hættulegu mönnunum í peysunum - okkur. Þeir sýndu að mínu mati algjört dómgreindarleysi,“ segir í færslunni. Lögregla hafi ekki rætt við mann með sverð Eftir um 15 mínútur án þess að gera nokkuð, þó ekki nema að ræða við manninn, hafi lögreglan ekið í burtu. „Enginn af þeim tékkaði á þessum sverðamanni eða hvort þetta sverð væri hættulegt. Þetta var ótrúlegt að sjá. Ég verð að segja að við vorum búnir að heyra um þetta aðgerðarleysi hjá lögreglunni. En núna á ég ekki orð yfir viðbrögðum lögreglunnar.“ Þeir segjast þekkja fórnarlömb nauðgunar sem þori ekki að stíga fram, fólk sem hafi verið elt heim til sín og konur neyðst til að taka strætó eftir að hafa verið slegnar upp úr þurru eða uppnefndar. Leigubílar í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/KTD „Og þegar þær hafa leitað til lögreglu þá er oft erfitt að fá hjálp. Þetta á ekki að vera svona. Ég spyr því: Hvenær er komið nóg? Við félagarnir köllum okkur Skjöldur Íslands. Við erum ekki hættir og erum rétt að byrja. Við gefumst aldrei upp! Við erum menn sem erum ekki hræddir við að vera kallaðir rasistar eða hægri öfgamenn eða að fortíð okkar sé dregin upp og reynt er að drepa mannorð okkar. Við erum ekki hræddir! Að ógna konum og börnum er ekki í boði!“ Meðlimir með langan sakaferil að baki Meðal þeirra sem standa vaktina hjá skildi Íslands eru menn sem hafa hlotið þunga dóma fyrir ofbeldisbrot, bankarán og skotárásir. Í yfirlýsingu frá Skildi Íslands segir að ýmsir fjölmiðlar hafi haft samband til að forvitnast um tilgang félagsskapsins. „Við höfum sagt það áður og endurtökum það hér: Við erum búnir að fá nóg af stefnu stjórnvalda í andvaraleysi með stjórnleysið og ruddaskapinn sem er m.a. með málefni leigubílstjóra sem aka hér um og eru leyfislausir, stela af fólki vegna verða sem á sér engin stoð í verðlagningu leigubíla og það að menn hafi nánast komist upp með það að brjóta á farþegum sínum - dæmin eru ótalmörg!“ Vissu að fortíðin yrði rifjuð upp Þeir segjast hafa vitað að fortíð þeirra yrði dregin upp. „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd,“ segir í yfirlýsingunni. „Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“ Félagar í Skildi Íslands hafa ýmist ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu eða hafnað beiðni um viðtal. Óljóst er hvernig samtökin ætla að standa vaktina, þ.e. hvort um sé að ræða eins konar foreldrarölt eða hvort félagsskapurinn ætli að taka lögin í sínar eigin hendur. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Yfirlýsingin frá Skildi Íslands.
Lögreglumál Reykjavík Leigubílar Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira