Fótbolti

Sam­komu­lag í höfn og Rashford á leið til Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marcus Rashford virðist vera á leið til Barcelona.
Marcus Rashford virðist vera á leið til Barcelona. Michael Steele/Getty Images

Manchester United og Barcelona hafa komist að samkomulagi um meginatriði samnings fyrir Marcus Rasford og enski framherjinn virðist því vera á leið á láni til spænska félagsins.

Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð Rashfords, en hann hefur verið úti í kuldanum hjá félaginu eftir að Ruben Amorim tók við sem stjóri félagsins.

Fyrr í dag var greint frá því að Barcelona hefði áhuga á því að fá Rashford í sínar raðir og nú virðist það vera að raungerast.

BBC og fleiri miðlar greina nú frá því að félögin hafi komist að samkomulagi um meginatriði samningsins og að Rashford sé því ansi nálægt því að fara á láni til Börsunga.

Rashfor mun því að öllum líkindum leika sem lánsmaður hjá Barcelona á næsta tímabili og félagið hefur svo möguleika á því að kaupa leikmanninn að lánstímanum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×