Þorgerður til í fund og það strax Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:16 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira