Þorgerður til í fund og það strax Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:16 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira