Fótbolti

Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skít­sama“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik ten Hag er kominn aftur í eldlínuna sem þjálfari Bayer Leverkusen og hann er með nýja liðið sitt í æfingarferð til Brasilíu.
Erik ten Hag er kominn aftur í eldlínuna sem þjálfari Bayer Leverkusen og hann er með nýja liðið sitt í æfingarferð til Brasilíu. Getty/Jörg Schüler

Þjálfaraferill Erik ten Hag byrjar ekki vel hjá þýska stórliðinu Bayer Leverkusen en hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í gær og útkoman var vandræðalegt tap.

Leverkusen tapaði þá 5-1 á móti tuttugu ára liði Flamengo frá Brasilíu. Fyrir leikinn hefði flestir búist við öruggum sigri aðalliðs Leverkusen en brasilísku strákarnir voru komnir í 4-0 í fyrri hálfleiknum.

Flamengo bætti við fimmta markinu á 54. mínútu en Leverkusen náði að laga stöðuna á 70. mínútu.

Þetta var fyrsti leikur Ten Hag með liðið og fyrsti leikurinn siðan hann var rekinn frá Manchester United.

„Úrslitin líta vissulega illa út en mér er skítsama um úrslitin á undirbúingstímabilinu,“ sagði Erik ten Hag eftir leikinn.

„Við megum aldrei tapa leikjum en mikilvægast fyrir mig var að við misstum ekki leikmenn,“ sagði Ten Hag.

Liðið missti bæði Florian Wirtz og Jeremie Frimpong til Liverpool í sumar, Odilon Kossounou var seldur til Atalanta, Jonathan Tah til Bayern München og Gustavo Puerta til Hull City.

Stærstu kaupin í sumar voru á Jarell Quansah, varnarmanni Liverpool og Malik Tillman, miðjumanni PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×