Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2025 19:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist skynja taugaveiklun í minnihlutanum. Hann verði einfaldlega að treysta þjóðinni. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40