Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Jón Þór Stefánsson skrifar 17. júlí 2025 15:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vonast til þess að Íslendingar segi: Já. Vísir/Ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í viðtali sem hún gaf Politico. Í umfjöllun Politico er bent á skoðanakönnun Prósents frá lokum síðasta árs. Þar sögðust 58 prósent vera hlynntir atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB, 27 prósent voru andvígir og 15 prósent hvorki né. Hins vegar sögðust 45 prósent hlynntir aðild að ESB, 35 prósent andvígir og 20 prósent hvorki né. „Ég myndi segja að stuðningur almennings við að hefja viðræðurnar á ný sé til staðar,“ er haft eftir Þorgerði, og að viðræðurnar séu brýnar í ljósi stöðu heimsmálanna. Þorgerður sagðist treysta þjóðinni til þess að taka ákvörðun um að halda áfram, og vonast hún til að Íslendingar muni segja já við áframhaldandi viðræðum. Þá vilji hún hraða viðræðunum ef þær yrðu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, en haft er eftir Þorgerði að hún viðurkenni að viðkvæm og tilfinningaleg mál verði tekin fyrir, líkt og þau sem varða sjávarútveg, landbúnað og orku. Það væru líklega lykilmál fyrir komandi viðræður. Kristrún Frostadóttir og Ursula von der Leyen í Þórsmörk í dag.European Commission Tilefni viðtalsins var Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nú stendur yfir. Um heimsóknina sagði Þorgerður að hún undirstriki gott samband Íslands og ESB. Vonandi muni heimsóknin auka samvinnu þarna á milli, hvort sem Ísland gangi til liðs við Evrópusambandið eða ekki. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem hún gaf Politico. Í umfjöllun Politico er bent á skoðanakönnun Prósents frá lokum síðasta árs. Þar sögðust 58 prósent vera hlynntir atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB, 27 prósent voru andvígir og 15 prósent hvorki né. Hins vegar sögðust 45 prósent hlynntir aðild að ESB, 35 prósent andvígir og 20 prósent hvorki né. „Ég myndi segja að stuðningur almennings við að hefja viðræðurnar á ný sé til staðar,“ er haft eftir Þorgerði, og að viðræðurnar séu brýnar í ljósi stöðu heimsmálanna. Þorgerður sagðist treysta þjóðinni til þess að taka ákvörðun um að halda áfram, og vonast hún til að Íslendingar muni segja já við áframhaldandi viðræðum. Þá vilji hún hraða viðræðunum ef þær yrðu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, en haft er eftir Þorgerði að hún viðurkenni að viðkvæm og tilfinningaleg mál verði tekin fyrir, líkt og þau sem varða sjávarútveg, landbúnað og orku. Það væru líklega lykilmál fyrir komandi viðræður. Kristrún Frostadóttir og Ursula von der Leyen í Þórsmörk í dag.European Commission Tilefni viðtalsins var Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nú stendur yfir. Um heimsóknina sagði Þorgerður að hún undirstriki gott samband Íslands og ESB. Vonandi muni heimsóknin auka samvinnu þarna á milli, hvort sem Ísland gangi til liðs við Evrópusambandið eða ekki.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent