Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 21:34 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, líst ekkert á heimsókn Ursulu von der Leyen hingað til lands. Vísir/Ívar Fannar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira