Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 17:40 Ursula von der Leyen segir ákvörðunina íslensku þjóðarinnar en að beggja hagur sé augljós. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Ursula var spurð um stöðu umsóknarinnar í ljósi fyrirætlaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka umsóknarferlið upp að nýju. Árið 2015 var umsóknin formlega dregin til baka af þáverandi ríkisstjórn. „Það sem er mkilvægt að hafa í huga er að ákvörðunin er í höndum íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hve náið samband hún vill eiga við okkur og hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst mikilvægt að minnast þess að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn gild. Ísland er í góðri stöðu til að hefja ferlið að nýju,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tjáði sig ekki um mótstöðu Flokks fólksins Hún sagði náið samstarf Íslands og Evrópu endurspeglast í samræðum hennar við Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. „Þegar þið hlustið á okkur hér heyrið þið hve margt við eigum sameiginlegt. Hverjir möguleikarnir gætu orðið af því að þróa samband okkar frekar,“ sagði hún. Blaðamaður spurði Ursulu svo hvort sú staðreynd að Flokkur fólksins styðji í orði kveðnu ekki endurupptöku aðildarviðræðnanna gerði þær ekki tilgangslausar með öllu. Ursula sagði það vera ákvörðun íslensku þjóðarinnar og að hún væri ekki í stöðu til að tjá sig um íslensk innanríkismál. Ákvörðunin sé í höndum íslensku þjóðarinnar. Virðir ákvörðun þjóðarinnar Forsætisráðherra sagði þá ljóst liggja fyrir að allir stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og að gangast við og virða niðurstöður hennar. „Við viljum fá umboð íslensku þjóðarinnar og flokkarnir komu sér saman um að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. [Flokkur fólksins] mun virða þessa ákvörðun. Ég mun virða þessa ákvörðun hvort sem hún er já eða nei,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira