Fótbolti

Á­tján ára norskt undra­barn til City

Siggeir Ævarsson skrifar
Sverre Nypan skrifaði undir fimm ára samning við City í dag
Sverre Nypan skrifaði undir fimm ára samning við City í dag Mynd Manchester City

Manchester City hefur gengið frá kaupum á hinum 18 ára Sverre Nypan frá Rosenborg en kaupverðið er 15 milljónir evra og er hann því langverðmætasti leikmaður í sögu norska félagsins.

Nypan, sem er fæddur árið 2006, hefur þegar leikið fjögur tímabil með Rosenborg en hann kom fyrst við sögu í deildarleik hjá liðinu árið 2002, þá aðeins 15 ára gamall. 

Hann þykir einn af efnilegri miðjumönnum Evrópu og hefur alls leikið 70 leiki með aðalliði Rosenborg, skoraði í þeim 14 mörk og lagt upp ellefu. Þá hefur hann einnig leikið með öllum yngri landsliðum Noregs síðan 2021.

Hann gerir fimm ára samning við City eða fram á sumar 2030. Söluverðið er metfá fyrir Rosenberg og slær Nypan framherjanum John Carew rækilega við sem Rosenborg seldi til Valencia fyrir um sex milljónir evra árið 2000. Munurinn er þó sennilega eitthvað minni en níu milljónir á framreiknuðu verðlagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×