Strandveiðum er lokið í sumar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 17:07 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Sigurjón Ólason Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35
Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22